maí

Sýning Barnabókaseturs

Sýning Barnabókaseturs

Glæsileg sýning Barnabókaseturs opnaði á Amtsbókasafninu 3. maí 2022 og stendur út mánuðinn. Á sýningunni er hægt að taka mynd af sér með sína uppáhalds barnabók (#bestilestur), skoða gamlar barnabækur, fræðast um lestrargönguna og týndu bækurnar, fá bókamerki, sjá stuttmyndir úr Siljunni og margt fleira.

Hver er uppáhalds barnabókin þín? Komdu á afmælissýningu Barnabókaseturs á Amtsbókasafninu á Akureyri og taktu mynd af þér með eftirlætið þitt í myndakassanum. Myndum lestrarsamfélag! Mundu eftir myllumerkinu #bestilestur

Tveir skjáir eru á sýningunni. Stóri skjárinn sýnir stuttmyndir sem kepptu í myndbandakeppninni Siljan og á minni skjánum má sjá ljósmyndir þar sem barnabækur eru í fyrirrúmi.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll!

Mynd af manni og konu með bækur í hönd     Mynd af fjórum manneskjum með bækur í hönd