3.mar

BúningaSögustund

BúningaSögustund

Auglýsing fyrir sögustund með mynd af kápu af bókunum Depill á bókasafninu og Múmínsnáðinn og vorundrið

Byrjum á því að lesa bókina Depill á bókasafninu. Sögustundin er að byrja en hvar er Depill? Finnum hann saman. Höfundur: Eric Hill

Síðan lesum við bókina Múmínsnáðinn og vorundrið. Það er vetur í Múmíndal og Múmínfjölskyldan liggur í djúpum vetrardvala og bíður þess að Tikka-Tú veki hana þegar vorar. En múmínsnáðinn hrekkur upp við dularfullt skrölt og skelli. Höfundur: Tove Jansson.

Lesum, skoðum bækur og höfum það notalegt!

KRAKKAR! - Þið megið koma í búning!

Kveðja Eydís Stefanía - Barnabókavörður

English:
We'll begin with reading Depill á bókasafninu (e. Spotty at the library). Storytime is beginning but where is Spotty? Let's find him together. Author: Eric Hill. Then we'll read the book Múmínsnáðinn og vorundrið (e. Moomintroll and the spring-wonder). It's winter in Moomin valley and the Moomin family is deeply hibernating and waiting for Too-Ticky to wake them up in the spring. But Moomintroll jumps up by a mysterious rattle and smack. Author: Tove Jansson.

Let's read, browse books and have a cozy time!

Greetings, Eydís Stefanía - Children's librarian