jún-ágú

Skoppaðu á bókasafnið

Skoppaðu á bókasafnið

Hvað er Skoppaðu á bókasafnið?

 

Skoppaðu á bókasafnið er:
- Lestrarátak fyrir 6–13 ára krakka.
- Í gangi á bókasafninu frá 30. maí – 26. ágúst.

Hvað þarf að gera til að vera með:
- Skoppa á bókasafnið, velja sér bók og fá afhentan þátttökumiða.
- Lesa bókina og fylla svo út þátttökumiðann.
- Skoppa aftur á bókasafnið og skila miðanum í þar til gerðan kassa.
- Velja sér aðra bók og fá annan þátttökumiða.

Annað sem þú þarft að vita:
- Í september verður svo uppskeruhátíð fyrir lestrarhesta þar sem happdrættisvinningar verða afhentir, viðurkenningar veittar og fleira skemmtilegt sér til gamans gert.


Verum dugleg að lesa saman í sumar og kanna ævintýraheima bókanna!
- Starfsfólk Amtsbókasafnsins.