30.júl

Potterdagurinn mikli

Potterdagurinn mikli

Hinn árlegi Potterdagur verður að þessu sinni haldinn hátíðlegur á föstudaginn 30. júlí, en sjálfur afmælisdagur kappans þann 31. júlí hittir á laugardag þegar bókasafnið er lokað.

Á Amtsbókasafninu milli kl. 14-17 föstudaginn 30. júlí:

Göldrum líkast - Í sýningarrými safnsins verður hægt að skoða ýmsa töfrandi muni tengda veröld Harry Potter.

Taktu mynd af þér í galdraheiminum! – myndabakgrunnar og munir

Harry Potter pakkar - milli klukkan 14-17 geta börn sótt sér Harry Potter pakka til þess að taka með sér heim. Í hverjum poka eru fjölbragðabaunir, föndur og þrautir.

Alla helgina:

Ratleikur um miðbæinn – Frá föstudegi til sunnudags verður hægt að koma auga á ýmsar persónur galdraheimsins í gluggum miðbæjarins, getur þú fundið þær allar? Ratleikjablöð verður hægt að nálgast á Amtsbókasafninu á föstudag er það má einnig sjá hér að neðan.

Ratleikur Potterdagsins mikla

Hversu vel þekkir þú Harry Potter? Kahoot spurningakeppni sem verður aðgengileg alla helgina má finna með því að smella hér.

Við mælum með að hlekkurinn sé opnaður á sæmilega stórum skjá þar sem allir sjá til. Hver og einn þátttakandi notar svo eigin síma til þess að svara.
ATH. Mikilvægt er að ýta ekki á spurningarnar á þessum skjá heldur velja "Play" fyrir neðan stóru mynda (annars sjáið þið öll svörin).
Í símanum opna þátttakendur vafra og fara á kahoot.it. Þar þarf að slá inn Game PIN. Tölurnar sjáið þið efst á sameiginlega skjánum.
Allir þátttakendur velja sér nafn og þegar öll nöfnin hafa birst á skjánum ýtið þið á Start á sameiginlega skjánum.
Spurningarnar og svarmöguleikar birtast á sameiginlega skjánum en þið svarið með því að ýta á samsvarandi reiti í símanum.
Góða skemmtun og megi besti mugginn sigra!

 

Viðburðinn má einnig finna á Facebook.

 

Viðburðurinn er hluti af Listasumri á Akureyri