9.sep

Plastlaus september | Fræðsla um flokkun

Plastlaus september | Fræðsla um flokkun

Við vitum að pappírinn fer í pappatunnu, plastið í plasttunnu og óflokkanlegur heimilisúrgangur fer í almennt sorp. En hvert fer t.d. Swiss Miss baukurinn? Mörgum spurningum er ósvarað... 

Helgi Pálsson frá Gámaþjónustunni mun leiða áhugasama í allan sannleik um flokkun á Amtsbókasafninu mánudaginn 9. september kl. 17:00

Verið hjartanlega velkomin!

Viðburðurinn er haldinn í tengslum við árvekniátakið Plastlaus september.