20.sep

Plastlaus september – Fræðsla um flokkun

Plastlaus september – Fræðsla um flokkun

Akureyringar þykja standa ansi framarlega þegar kemur að flokkun á rusli, en þó skjóta reglulega upp kollinum spurningar tengdar flokkuninni - og ávallt má gera betur. 

Hversu vel þarf að skola plastið?
Mega pizzukassar með olíublettum fara með pappírnum?
En jólagjafapappírinn?
Hvernig þekkir maður lífplast og er hægt að flokka það?

Í erindi sínu fræðir Eyrún Gígja frá Vistorku okkur um flokkun á rusli og svarar algengum spurningum, auk þess að svara þeim spurningum sem koma upp á staðnum.

Það er mikilvægt að nýta auðlindir jarðarinnar vel og með því að standa okkur í endurvinnslunni getum við stutt við hringrásarhagkerfið, sem er mikilvægur þáttur í því að tryggja það að jörðin okkar verði áfram byggileg fyrir komandi kynslóðir.