20.okt

Myndlistarklúbbur fyrir fullorðna (16+)

Myndlistarklúbbur fyrir fullorðna (16+)

Fyrir þau sem langar að hittast og vinna að sinni myndlist í hópi einstaklinga sem deila sama áhuga.
Fundirnir eru mjög afslappaðir og öll myndlist er velkomin (nema kannski slettumálning!).
Engin þörf á skráningu eða stórkostlegum hæfileikum, mætið þegar þið getið og teiknið hvernig sem er!
Það eina sem þið þurfið að taka með er það efni sem þið nýtið best til sköpunar
(strigi, pappi, málning, pennar, tússlitir, ipad o.s.frv.) og sköpunargleði!
Við hittumst á Orðakaffi annan hvern miðvikudag frá 16:30-17:30, frá og með miðvikudeginum 6. október.

 

Nánari upplýsingar veitir Sesselía á netfanginu sessy@amtsbok.is.