13.feb

Morðgáta á bókasafninu - Murder at The Disco

Morðgáta á bókasafninu - Murder at The Disco

Staðurinn er Disco 54 - tíminn er níundi áratugurinn - viðburðurinn er afmæli hins eina sanna Dr. Discos. Á meðan veislunni stendur er framið MORÐ, sem gestir verða að ráða fram úr og komast að því hver hinn seki er.

Eftir lokun bókasafnsins miðvikudaginn 13. febrúar ætlum við að spila spilið Murder at the Disco. Til að skapa rétta stemningu hvetjum við þátttakendur til að koma klædda í anda áratugarins. Orðakaffi ætlar að sjá um að reiða fram smárétti og því kostar 1.000 kr. inn og ath. að við tökum ekki við kortum.

Aðeins 14 komast að og því er um að gera að vera snögg/-ur að skrá sig. Eingöngu verður tekið á móti skráningu á helgako@akureyri.is og lokað verður fyrir skráningar kl. 12 á hádegi þann 8. febrúar.
Að skráningu lokinni verður hlutverkum útdeild í tölvupósti, passið þess vegna upp á að tölvupóstföng allra þátttakenda komi fram við skráningu.

Í stuttu máli:
- Morðráðgáta 13. feb. kl. 20 á Amtsbókasafninu.
- Kostar 1.000 kr. (ekki kort), smáréttir innifaldir
- 14 komast að
- Skrá sig fyrir kl 12. 8. feb.
- Mæta í karakter sem hæfir Diskói