des

Innpökkunarstöð Amtsbókasafnsins

Innpökkunarstöð Amtsbókasafnsins

Pakkaðu inn jólagjöfum á umhverfisvænan máta á Amtsbókasafninu í desember. 

Á staðnum verða blaðsíður úr afskrifuðum bókum, könglar, greni og fleira sem hægt er að nýta í innpökkunina. Eins ef fólk lumar á jólapappír, pakkaskrauti og merkimiðum heima hjá sér sem það vill síður nota, þá má endilega koma með allt slíkt á innpökkunarstöðina. Því það sem einum þykir hallærislegt þykir öðrum töff og frumlegt.

Verið velkomin á innpökunarstöð Amtsbókasafnsins!