26.jan

Hnotan handavinnuklúbbur = Handicrafts Club

Hnotan handavinnuklúbbur = Handicrafts Club

Langar þig til að prjóna, hekla, sauma og spjalla í góðum félagsskap?

Yfir vetrartímann hittist handavinnuklúbburinn Hnotan á Amtsbókasafninu og er öllum velkomið að taka þátt, hvort sem um ræðir eitt skipti eða öll.

Klúbburinn hittist á kaffihúsi safnsins, Orðakaffi, annan hvern fimmtudag. Svala Hrönn Sveinsdóttir, bókavörður, verður á staðnum með handavinnublöð og tímarit. Athugið að ekki er um kennslu í handavinnu að ræða, heldur er frekar lögð áhersla á góðan félagsskap og að hópurinn hjálpist að innbyrðis. Öll eru velkomin með prjóna, heklunálar og aðra handavinnu.

Engin þörf er á að skrá sig í hópinn, nóg er að mæta á staðinn. Nánari upplýsingar veitir Svala á netfanginu svala@amtsbok.is.

- - - 

ENGLISH:
Handicrafts club :

Do you want to knit, crochet, sew and chat in good company?

During the winter, the handicraft club meets at the Library'café, Orðakaffi, every other Thursday and everyone is welcome to join !

Svala Hrönn Sveinsdóttir, librarian, will be here with handicrafts magazines and handbooks. Please note that this is not a handicraft teaching club, but rather a group to enjoy good company and help one another. All are welcome with knitting needles, crochet hooks and any other handicraft.

No need to join the group, just show up. For further information, you can contact Svala at svala@amtsbok.is.