28.mar

FRESTAÐ / Fataksiptimarkaður á Amtinu! #nordicswapday

FRESTAÐ / Fataksiptimarkaður á Amtinu! #nordicswapday

Athugið! Öllum viðburðum í safninu hefur verið frestað um sinn. Nánari upplýsingar síðar.

 

Langar þig í föt en viltu á sama tíma draga úr fatasóun? Mættu þá með spjarirnar á fataskiptimarkað á Amtsbókasafninu laugardaginn 28. mars kl. 13-15. Rífandi stemning!

Fyrirkomulag:
Fatskiptin ganga þannig fyrir sig að fólk mætir með HEILAR og HREINAR flíkur sem það hefur ekki not fyrir lengur og finnur önnur föt sem henta því í staðinn.

Öll fötin verða lögð í eitt púkk. Allir geta gefið eins mikið af fötum og þeir vilja og fengið í staðinn eins mikið af fötum og þeir vilja. Það er líka í góðu lagi að gefa föt en fá ekkert í staðinn eða öfugt.

Það sem verður afgangs munum við gefa til góðgerðasamtaka.

Hlökkum til að sjá þig!

Fróðleiksmoli:
Að draga úr fatasóun er gott fyrir umhverfið. Fatnaður í dag er mikið til búinn til úr polyester, næloni, akríl og fleiri efnum sem eru í grunninn plastþræðir. Plastþræðirnir losna úr efnunum í þvotti og enda með skolvatninu í hafinu. Ef slíkum fataefnum er hent í sorpið brotna þau ekki niður frekar en annað plast. Verndum umhverfið okkar, veljum náttúruleg efni eða drögum úr fatasóun og óþarfa þvotti.


#nordicswapday