Upplýsingar um viðburð

Öskudagur er handan við hornið!
Pik Nik fatadeilihagkerfi stendur fyrir búningaskiptum laugardaginn 11. febrúar milli kl. 13-15.
Skiptimarkaðurinn fer fram á kaffihúsi Amtsbókasafnsins, Lestur Bistro.
Allir búningar verða lagðir í púkk og má fólk koma með og taka eins og það vill. Ekki er þörf á að koma með búninga til þess að fá og öfugt.
Skiptimarkaðurinn fer fram á kaffihúsi Amtsbókasafnsins, Lestur Bistro.
Allir búningar verða lagðir í púkk og má fólk koma með og taka eins og það vill. Ekki er þörf á að koma með búninga til þess að fá og öfugt.
Þau sem aðeins vilja gefa búninga mega koma með þá í afgreiðslu bókasafnsins vikuna fyrir viðburðinn.