mar

Bókamarkaður 2023!

Bókamarkaður 2023!

Bókamarkaðurinn sívinsæli er mættur aftur og verður nú í sýningarrýminu hjá okkur út mars-mánuð ... ef birgðir endast svo lengi :-)

Eins og venjulega þá eru flestar bækurnar á 100 kr., 10 bækur kosta 700 kr. og 20 stk. 1200 kr. Þessar upphæðir eiga líka við mynddiska sem eru til sölu. Tímaritin eru á 20 kr. stk. og þarna má finna erlendar kiljur á 50 kr.

Á markaðinum verða líka dýrari og eigulegri bækur, sem eru þá verðmerktar sérstaklega.

Margir hafa fundið marga demantana á þessum bókamörkuðum okkar og væntanlega engin breyting á núna. Kíkið endilega á markaðinn, reglulega fyllt á!