júl-ágú

Það er alltaf hægt að bæta sig!

Það er alltaf hægt að bæta sig!

Vilt þú hjálpa okkur að gera bókasafnið betra? Hefur þú hugmyndir sem gætu komist í framkvæmd? Kemurðu oft á bókasafnið eða (nær) aldrei?

Starfsfólk Amtsbókasafnsins á Akureyri er í ákveðinni stefnumótunarvinnu í samstarfi við danska kollega sína. Við viljum gjarnan heyra frá fólki sem notar bókasafnið eða gerir það ekki, en hefur ákveðnar hugmyndir. Við höfum útbúið lítið borð í sýningarrými safnsins þar sem hægt er að setjast niður og svara ákveðnum spurningum á blaði. Að því loknu er blaðið brotið saman og sett í lítinn kassa á borðinu. Við vinnum svo úr þessu.

Hluti af þessu ferli er að eiga samtöl við fólkið í bænum okkar, viðskiptavini og samstarfsaðila, og á blaðinu er reitur þar sem fólki gefst kostur á að „bjóða sig fram“ í slíkt samtal.

Við vonum að vel verði tekið í þetta framtak. Ef þú hefur ekki áhuga á að setjast við borðið til að fylla út spurningalistann, þá erum við líka með rafræna útgáfu af honum og hana má finna hér: Amtsbókasafnið - könnun.

Kærar þakkir,
- starfsfólk Amtsbókasafnsins