Smástund er nýtt smáforrit sem hannað er fyrir sjálfsþjónustu Vinnustundar.
Með Smástund appinu fá starfsmenn einfaldari aðgang að tímaskráningum sínum í símanum.
Í appinu má meðal annars sjá vaktir og vaktaóskir, vinnutíma, fjarvistir, leyfi og starfstengdar upplýsingar.
Sækja þarf appið í APP store eða Play store. Til að skrá sig inn í appið þarf að opna sjálfsþjónustu Vinnustundar og skanna þar QR kóða eða slá inn númerið ásamt aðgangsupplýsingum sem notaðar eru við innskráningu í Vinnustund.
Finna má leiðbeiningar um innskráningu og frekari upplýsingar í hjálpinni í Vinnustund hér.
Athugið - þeir sem eru með ANDROID stýrikerfi
Ef starfsmaður nær ekki að skrá sig út úr smástund þá er hægt að ýta efst á skjáinn þar sem stendur að mig minnir starf finnst ekki þá ætti að koma upp valmöguleiki um að skrá þig út.
Það þarf að endurstilla smástund eftir þessa uppfærslu. Það er gert með því að reyna að skrá þig inn nokkrum sinnum eða þar til upp kemur rauður gluggi þar sem þú getur valið endurstilla. Þá getur þú skráð inn aftur QR kóðann sem þú finnur í vinnustund undir sjálfsþjónusta -> smástund. Það þarf að nota QR kóðann. Það hefur ekki verið að virka að nota númerið sem er að finna í vinnustund.
Ábendingar varðandi virkni í Smástundar appinu má senda á netfangið vinnustund@akureyri.is