Smástund - nýtt smáforrit fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar

Smástund er nýtt smáforrit sem hannað er fyrir sjálfsþjónustu Vinnustundar.

Með Smástund appinu fá starfsmenn einfaldari aðgang að tímaskráningum sínum í símanum.

Í appinu má meðal annars sjá vaktir og vaktaóskir, vinnutíma, fjarvistir, leyfi og starfstengdar upplýsingar.

Sækja þarf appið í APP store eða Play store. Til að skrá sig inn í appið þarf að opna sjálfsþjónustu Vinnustundar og skanna þar QR kóða eða slá inn númerið ásamt aðgangsupplýsingum sem notaðar eru við innskráningu í Vinnustund.

Finna má leiðbeiningar um innskráningu og frekari upplýsingar í hjálpinni í Vinnustund hér.

Ábendingar varðandi virkni í Smástundar appinu má senda á netfangið vinnustund@akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan