Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Enginn meiri- eða minnihluti í bæjarstjórn Akureyrarbæjar

Enginn meiri- eða minnihluti í bæjarstjórn Akureyrarbæjar

Kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn Akureyrarbæjar hafa ákveðið að afnema minni- og meirihluta í bæjarstjórn það sem eftir lifir kjörtímabils. Markmiðið er að mynda breiða samstöðu vegna sérstakra aðstæðna í kjölfar heimsfaraldurs og í rekstri sveitarfélagsins. Ákvarðanir sem teknar verða munu hafa áhrif á reksturinn til langs tíma og telja kjörnir fulltrúar farsælast á þessum tímapunkti að standa saman að þeim verkefnum sem framundan eru. Helsta ástæða þess að bæjarstjórn telur þetta raunhæfan kost er að traust og virðing er til staðar á milli allra kjörinna fulltrúa auk þess sem mikill samhljómur er í grundvallar-stefnumálum við núverandi kringumstæður. Samhljómurinn felst í því að verja viðkvæmustu hópa samfélagsins, setja hagsmuni barna og ungmenna í forgang, blása til sóknar á íbúa- og atvinnumarkaði og stefna að því að rekstur sveitarfélagsins verði sjálfbær innan fimm ára. Áfram verður lögð áhersla á gagnrýna umræðu um málefni. Sú sviðsmynd sem blasir við í rekstri sveitarfélagsins er áður óþekkt. Að hluta til er um tímabundið ástand að ræða og eru kjörnir fulltrúar sammála um að nýta hagstæða skuldastöðu bæjarins og taka lán til framkvæmda. Samhliða lántöku er óhjákvæmilegt að grípa til hagræðingar til þess að ná sameiginlegu markmiði um sjálfbærni í rekstri. Á þessum tímamótum taka þeir flokkar sem áður voru í minnihluta við formennsku í skipulagsráði, frístundaráði, stjórnum Menningarfélags Akureyrar, Vistorku og Fallorku. Lagt er af stað í þessa vegferð í þeirri trú að með þessum hætti geti bæjarfulltrúar best þjónað því hlutverki sem bæjarbúar fólu þeim í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Bæjarstjórn Akureyrarbæjar
Lesa fréttina Enginn meiri- eða minnihluti í bæjarstjórn Akureyrarbæjar
Símenntun og starfsþróun starfsmanna - styrkir og sjóðir

Símenntun og starfsþróun starfsmanna - styrkir og sjóðir

Nú er fræðsla að fara á fullt á hinum ýmsu stöðum. Starfsmennt býður til að mynda upp á ýmis vefnámskeið á næstunni og hægt er að kynna sér þau inn á smennt.is. Félagsmenn í Kili og Sameyki geta sótt námskeið hjá Starfsmennt sér að kostnaðarlausu. Símey býður einnig upp á ýmis námskeið sem hægt er að skoða á síðunni þeirra. Einnig er hér frétt um námskeið sem eru félagsmönnum í Einingu-Iðju, Kili og Sameyki að kostnaðarlausu. Símenntun Háskólans á Akureyri bjóða einnig upp á fjölbreytt námskeið. Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki er kemur að símenntun og starfsþróun starfsmanna. Sum stéttarfélög eru aðilar að fræðslustofnunum og gefst þá félagsmönnum tækifæri á að sækja sum námskeið frítt. Á meðan önnur stéttarfélög bjóða upp á fræðsludagskrá fyrir félagsmenn. Dæmi um þjónustu fyrir félagsmenn stéttarfélaga: Kjölur mannauðssjóður - Félagsmenn Kjalar geta sótt um styrki í Mannauðssjóð Kjalar, þar er hægt að fá styrki fyrir náms- og kynnisferðum og fyrir fræðsluverkefnum. Nám og þjónusta Starfsmenntar - fræðsluseturs er félagsmönnum aðildarfélaga að kostnaðarlausu og eru Kjölur og Sameyki, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu með aðild að Starfsmennt. Sveitamennt veitir félagsmönnum Einingar-Iðju og öðrum aðildarfélögum sínum styrki til þess að þeir eigi kost á að sækja nám/námskeið með vinnu án verulegs kostnaðar. Mörg námskeið hjá Símey eru félagsmönnum Einingar-Iðju að kostnaðarlausu. Starfsþróunarsetur háskólamanna veitir félagsmönnum aðildarfélaga BHM styrki til náms og má þar nefna styrki vegna skólagjalda, námskeiðsgjalda og ráðstefnugjalda. Félagsmenn Kennarasambands Íslands sem eru virkir og greidd eru félagsgjöld fyrir geta sótt um styrki í endurmenntunarsjóði. Það á við um kennara á leikskólum, grunnskólum og í tónlistarskólum. Einnig er fræðslu- og kynningarsjóður og starfsþróunarsjóður fyrir annað háskólamenntað fólk sem eru í sambandinu. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu sambandsins hér. Hér hefur aðeins verið stiklað á því helsta en fleiri fræðslusjóðir eru til og hvetjum við starfsmenn til að kynna sér styrki hjá sínu stéttarfélagi. Stéttarfélög bjóða einnig upp á ýmsa aðra styrki sem hægt er að kynna sér á heimasíðum félaganna.
Lesa fréttina Símenntun og starfsþróun starfsmanna - styrkir og sjóðir
Fjölbreytt námskeið hjá SÍMEY á haustönn

Fjölbreytt námskeið hjá SÍMEY á haustönn

Nú er námskeiðshald að fara á fullt á hinum ýmsu stöðum. Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar (SÍMEY) býður til að mynda upp á fjölbreytt námskeið. Á haustönn eru mörg spennandi tómstunda- og vinnustaðatengdnámskeið sem eru félagsmönnum í Einingu-Iðju, Kili og Sameyki að kostnaðarlausu.
Lesa fréttina Fjölbreytt námskeið hjá SÍMEY á haustönn
Einelti, áreitni og hvers kyns ofbeldi

Einelti, áreitni og hvers kyns ofbeldi

Allt starfsfólk á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og að það hafi tækifæri til að sinna störfum sínum án þess að eiga á hættu einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreitni eða annarskonar ofbeldi. Það er á ábyrgð okkar allra að líða ekki óæskilega hegðun á vinnustöðum Akureyrarbæjar og ef við verðum vör við slíka hegðun þá ræðum við málið og komum upplýsingum til yfirmanns eða annara sem geta tekið á málinu.
Lesa fréttina Einelti, áreitni og hvers kyns ofbeldi
Ert þú að missa af þessu?

Ert þú að missa af þessu?

Starfsfólk Akureyrarbæjar hefur aðgang að flottu námskeiði frá Akademias sem ber heitið Vakinn. Vakinn inniheldur áfanga um hvatningu, streitustjórnun og betri svefn. Námið er hannað með það að markmiði að undirbúa fólk til að takast á við erfiða tíma.
Lesa fréttina Ert þú að missa af þessu?
Tilboð og afslættir fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar

Tilboð og afslættir fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar

Við minnum á síðuna Tilboð og afslættir hér inn á starfsmannahandbókinni. Nýtt tilboð í heilsurækt var að bætast við:
Lesa fréttina Tilboð og afslættir fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar
Veirur, varnir og viðbrögð: Heilbrigði þjóðar og samfélags  21. ágúst, kl. 14.30-17.00 - Streymt ver…

Veirur, varnir og viðbrögð: Heilbrigði þjóðar og samfélags 21. ágúst, kl. 14.30-17.00 - Streymt verður frá fundinum

Félag stjórnmálafræðinga og Félagsfræðingafélag Íslands standa saman fyrir ráðstefnu í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála þann 21. ágúst 2020. Kynntar verða nýjar rannsóknir á sviði félagsvísinda um afleiðingar kóvid á íslenskt samfélag og stendur dagskráin frá kl.14:30 til 17:00. Viðburðinum verður streymt á netinu. Hægt er að nálgast link á Facebook síðu viðburðarins HÉR.
Lesa fréttina Veirur, varnir og viðbrögð: Heilbrigði þjóðar og samfélags 21. ágúst, kl. 14.30-17.00 - Streymt verður frá fundinum
Samfélagssáttmáli - í okkar höndum

Samfélagssáttmáli - í okkar höndum

Við minnum á samfélagssáttmálann vegna hertra aðgerða stjórnvalda. Förum eftir leiðbeiningum og sigrum þetta saman.
Lesa fréttina Samfélagssáttmáli - í okkar höndum
Orlofsferðir starfsfólks erlendis

Orlofsferðir starfsfólks erlendis

Landlæknisembættið gefur út/viðheldur yfirliti yfir skilgreind áhættusvæði og upplýsingar um útgefin tilmæli um sóttkví við heimkomu frá útlöndum. Upplýsingar þar að lútandi er að finna á heimasíðu embættisins www.landlaeknir.is á slóðinni https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item39194/Skilgreind-ahaettusvaedi---Defined-high-risk-areas. Akureyrarbær hefur sett fram verklag byggt á þeim viðmiðum sem um sóttkví eru settar hverju sinni og varðar orlofsferðir starfsfólks erlendis. Í verklaginu er tiltekin tilkynningaskylda starfsmanns til yfirmanns, upplýsingaskyldu við heimkomu og fjarvistaskráningu vegna orlofsferðar erlendis. Verklagið er að finna í spurt & svarað v. COVID-19 og með því að smella HÉR. Hyggist starfsmaður ferðast erlendis ber honum að tilkynna vinnuveitenda um áætlaða ferð sína. Starfsmaður sem velur að fara utan og dvelja erlendis þrátt fyrir vitneskju um að hann muni fara í tveggja vikna sóttkví að ferð lokinni eða fara í sýnatöku í landamæraskimun og þurfi að fylgja reglum/tilmælum um sóttkví, þar til seinni skimun á sér stað, skal tilkynna það til yfirmanns og sækja um orlof eða launalaust leyfi fyrir tímabil í sóttkví og/eða á meðan beðið er eftir niðurstöðu úr sýnatöku áður en ferð hefst.
Lesa fréttina Orlofsferðir starfsfólks erlendis
Seigla í júlí

Seigla í júlí

Í dagatali Heilsuverndar fyrir júlí-mánuð er þemað seigla undir yfirskriftinni "Við getum ekki stjórnað því sem gerist, en við getum valið hvernig við bregðumst við." Seigla er getan til þess að takast á við erfiðar aðtæður og ná "vopnum" sínum aftur í kjölfar þeirra. Ein framsetning þess er sú að gefast ekki upp þó að vindar kunni að vera manni sjálfum óhagstæðir. Það sem grundvallar seiglu eru eiginleikar sem hægt er að temja sér og má þar nefna sem dæmi eiginleika eins og sveigjanleiki, aðlögunarhæfni, trú á eigin getu og bjartsýni. Endilega kynnið ykkur dagatalið: Seigla - dagatal
Lesa fréttina Seigla í júlí
Skráning sumarorlofs í dagbók og sjálfvirk svörun á tölvupósti

Skráning sumarorlofs í dagbók og sjálfvirk svörun á tölvupósti

Mikilvægt er að merkja sumarfrí í dagbókina um leið og það liggur fyrir og stilla svo sjálfvirka svörun í tölvupóstinum áður en farið er í fríið.
Lesa fréttina Skráning sumarorlofs í dagbók og sjálfvirk svörun á tölvupósti