Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Sóttkví og fjarvistir v. COVID-19: spurt & svarað

Sóttkví og fjarvistir v. COVID-19: spurt & svarað

Komin er inn síða í starfsmannahandbók þar sem helstu spurningum varðandi sóttkví og fjarvistir vegna COVID-19 er svarað. Við gerum ráð fyrir því að fleiri spurningar, og þar með svör, kunni að bætast við þegar fram líða stundir og mun listinn verða uppfærður samkvæmt því. Til hægri á meginsíðu er hnappurinn Sóttkví og fjarvistir v. COVID-19: spurt & svarað og leiðir hann ykkur á síðuna sem er á eftirfarandi slóð: https://www.akureyri.is/starfsmannahandbok/moya/page/sottkvi-spurt-svarad-1
Lesa fréttina Sóttkví og fjarvistir v. COVID-19: spurt & svarað
Innleiðing á hönnunarstaðli

Innleiðing á hönnunarstaðli

Á fundi bæjarstjórnar 3. desember sl. voru samþykktar reglur um notkun á merki bæjarins og hönnunarstaðall. Þetta er í fyrsta skipti sem sveitarfélagið vinnur í samræmi við hönnunarstaðal en í honum er fjallað um notkun byggðarmerkis bæjarins og meðferð á gögnum og markaðsefni í nafni Akureyrarbæjar og er tilgangurinn að veita skýrar leiðbeiningar um samhæfða og stílhreina framsetningu gagna og kynningarefnis um starfsemi bæjarins. Öll svið og stofnanir bæjarins skulu fylgja hönnunarstaðlinum.
Lesa fréttina Innleiðing á hönnunarstaðli

Fyrirkomulag á útborgun launa

Í þeim kjarasamningum sem búið er að samþykkja hjá sveitarfélögum var gerð breyting á texta um útborgun launa en í grein 1.1.1.1 segir að: 1.1.1.1 Föst laun skulu greidd eftir á, eigi síðar en fyrsta dag hvers mánaðar. Beri fyrsta dag mánaðar upp á frídegi skal útborgun launa fara fram síðasta virka dag þar á undan. Sami texti mun koma í alla samninga sem gengið verður frá á næstu mánuðum og er fyrirkomulag útborgana í samræmi við breytt ákvæði kjarasamninga. Þetta þýðir að laun eru greidd út fyrsta virka dag hvers mánaðar nema ef fyrsti dagur mánaðar beri upp á frídegi.
Lesa fréttina Fyrirkomulag á útborgun launa
Námsleyfasjóðir auglýsa ekki eftir umsóknum fyrir skólaárið 2020-2021 vegna stöðu sjóðanna

Námsleyfasjóðir auglýsa ekki eftir umsóknum fyrir skólaárið 2020-2021 vegna stöðu sjóðanna

Eftirfarandi bókanir voru gerðar á fundi fræðslunefndar 30. mars sl. 1. Staða námsleyfasjóðs sérmenntaðs starfsfólks Akureyrarbæjar Bókun: Með vísan til stöðu námsleyfasjóðs sérmenntaðs starfsfólks Akureyrarbæjar samþykkir fræðslunefnd Akureyrarbæjar að auglýsa ekki eftir umsóknum um styrki vegna náms á árunum 2020-2021. 2. Staða námsleyfasjóðs embættismanna Akureyrarbæjar Bókun: Með vísan til stöðu námsleyfasjóðs embættismanna Akureyrarbæjar samþykkir fræðslunefnd Akureyrarbæjar að auglýsa ekki eftir umsóknum um styrki vegna náms á árunum 2020-2021.
Lesa fréttina Námsleyfasjóðir auglýsa ekki eftir umsóknum fyrir skólaárið 2020-2021 vegna stöðu sjóðanna
Smástund – Sjálfsþjónustuvefur fyrir snjallsíma

Smástund – Sjálfsþjónustuvefur fyrir snjallsíma

Nýjung fyrir Vinnustund. Þróaður hefur verið sjálfsþjónustuvefur fyrir snjallsíma sem er tenging við Vinnustund. Vefslóðin er smastund.akureyri.is og gildir sami aðgangur og að Vinnustund. Það tekur smástund að opna vefinn í fyrsta skiptið. Stuttar leiðbeiningar má finna hér. Ábendingar og spurningar skulu sendar í tölvupósti á kristjana@akureyri.is eða jonsb@akureyri.is
Lesa fréttina Smástund – Sjálfsþjónustuvefur fyrir snjallsíma
Fjarfundamenning

Fjarfundamenning

Að mörgu þarf að huga varðandi fjarfundamenningu. Tæki og tól þurfa að vera til staðar en einnig þarf að gæta að jafnri stöðu fundarmanna og að allir þekki hvernig nálgast skal fundarsköp á fjarfundum. Hagnýtan bækling um fjarfundamenningu má nálgast hér. Bæklingurinn er hluti af afurð verkefnis sem Þekkingarnet Þingeyinga ásamt SÍMEY fékk styrk fyrir á síðasta ári og bar heitið fjarfundamenning. Meginmarkmið verkefnisins var að auka og efla þekkingu og notkun kjörinna fulltrúa á Eyþingssvæðinu á fjarfundum. Ef starfsmenn vilja kynna sér meira um verkefnið og/eða nálgast meira efni er tengist fjarfundum þá er hægt að nálgast það hér. Við bendum einnig á hnappinn Vellíðan starfsfólks í samkomubanni en þar má nálgast fleiri gagnlegar upplýsingar vegna fjarvinnu ásamt ýmsu efni um vellíðan, tilfinningar og fleira.
Lesa fréttina Fjarfundamenning
Nýr hnappur á starfsmannavef og leiðbeiningar fyrir starfsfólk

Nýr hnappur á starfsmannavef og leiðbeiningar fyrir starfsfólk

Nú hefur nýjum hnapp verið bætt við á starfsmannavefnum sem ber heitir Vellíðan starfsfólks í samkomubanni. Þar munu birtast áhugaverðir linkar, verkefni og fleira er snýr að vellíðan starfsfólks á tímum samkomubanns. Þar er nú þegar að finna kennslumyndbönd um Teams, gullmolar frá Guðrúnu Snorradóttur og verkefni um tilfinningar. Inná hnappinn Covid-19 upplýsingar fyrir starfsfólk eru komnar leiðbeiningar fyrir starfsfólk þar sem ýmsum atriðum er snúa að réttindum starfsfólks er svarað. Leiðbeiningarnar eru á nokkrum tungumálum.
Lesa fréttina Nýr hnappur á starfsmannavef og leiðbeiningar fyrir starfsfólk

Staðfesting á sóttkví

Starfsmenn í sóttkví samkvæmt ákvörðun heilbrigðisyfirvalda geta nú sjálfir skráð upplýsingar um það inn á vefinn heilsuvera.is og fengið vottorð þar að lútandi. Vottorðin eru án endurgjalds. Vakin er athygli á því að skráning í heilsuveru krefst þess að notandi sé með rafræn skilríki.
Lesa fréttina Staðfesting á sóttkví
Frítt inn! Húmor á óvissutímum með Eddu Björgvins - fyrirlestur í beinni!

Frítt inn! Húmor á óvissutímum með Eddu Björgvins - fyrirlestur í beinni!

Hvernig má nýta húmorinn, gleðina og kærleikann til að gera þessa „fordæmalausu" tíma bærilegri? Edda Björgvins hefur létt lund landsmanna í áraraðir í hinum ýmsu hlutverkum og ekki síst sem hún sjálf, því Edda hefur einnig í mörg ár boðið upp á fyrirlestra fyrir fyrirtæki og einstaklinga, og jafnframt haldið námskeið í Endurmenntun Háskóla Íslands. Ef þú vilt taka pásu frá erfiðum og kvíðavaldandi hugsunum og létta lundina, vertu þá með á hádegisfyrirlestri Eddu Björgvins sem streymt verður í beinni í dag, þriðjudaginn 24. mars kl. 12. Á þessum örfyrirlestri mun Edda fara yfir hvernig við getum nýtt húmorinn til þess að breyta erfiðu andrúmslofti í nærandi umhverfi, hvernig húmor gagnast við streitulosun, eykur samkennd og styður við okkur á þessum skrýtnu tímum. Það þarf vart að kynna Eddu Björgvins en hún hefur haldið þjóðinni á léttu nótunum áratugum saman með sinni einstöku jákvæðni og lífsgleði. Á þessum örfyrirlestri mun Edda fara yfir hvernig við getum nýtt húmorinn til þess að breyta erfiðu andrúmslofti í nærandi umhverfi, hvernig húmor gagnast við streitulosun, eykur samkennd og styður við okkur á þessum skrýtnu tímum.
Lesa fréttina Frítt inn! Húmor á óvissutímum með Eddu Björgvins - fyrirlestur í beinni!
Dansáskorun vinnustaða/hópa innan Akureyrarbæjar

Dansáskorun vinnustaða/hópa innan Akureyrarbæjar

Áhrifa kórónuveirunnar er farið að gæta víða á vinnustöðum Akureyrarbæjar og hafa vinnustaðir brugðist við þróun mála með ólíkum hætti, margt starfsfólk er nú í fjarvinnu heima hjá sér, vinnustöðum hefur verið skipt upp í hópa/teymi og kaffistofur vinnustaða eru ekki eins þétt setnar og gengur og gerist. Á þessum dæmalausu tímum hefur þó landlæknir talað um mikilvægi húmors og að nota hann sem verkfæri til að takast á við erfiðleika. Þess vegna langar okkur að hvetja hópa innan Akureyrarbæjar að taka sjálfa sig ekki of hátíðlega og grípa þetta tækifæri til þess að fá aðra til að brosa.
Lesa fréttina Dansáskorun vinnustaða/hópa innan Akureyrarbæjar

Forgangur starfsfólks í framlínustörfum að grunn-og leikskólaþjónustu, frístundastarfi og þjónustu dagforeldra vegna COVID-19

Almannavarnir hafa biðlað til stjórnenda leik- og grunnskóla að þeir aðilar sem sinna samfélagslega mikilvægri þjónustu í heilbrigðis og viðbragðsgeira fái forgang fyrir börn sín á frístundaheimilum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur í ljósi þess gefið út lista yfir það starfsfólk í framlínustörfum sem hefur forgang fyrir börn sín hjá dagforeldrum, í leikskólum, í 1. og 2. bekk grunnskóla og á frístundaheimilum fyrir sama aldurshóp. Starfsfólk Akureyrarbæjar sem eru í þeim þessum framlínustörfum eru hvattir til þess að skrá sig í forgang í gegnum sem allra fyrst.
Lesa fréttina Forgangur starfsfólks í framlínustörfum að grunn-og leikskólaþjónustu, frístundastarfi og þjónustu dagforeldra vegna COVID-19