Uppljóstranir

Árið 2024 voru samþykktar Reglur Akureyrarbæjar um verklag vegna uppljóstrana og vernd uppljóstrara.

Hér er tilvitnun í 1. kafla reglanna: 

"Reglur þessar gilda um starfsfólk Akureyrarbæjar sem greinir í góðri trú frá
upplýsingum eða miðla gögnum um brot á lögum eða aðra ámælisverða háttsemi í
starfsemi Akureyrarbæjar.

Markmið reglnanna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra
ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíkri háttsemi og auk þess að tryggja
vernd starfsfólks sem í góðri trú greinir frá slíkri háttsemi gegn t.d. uppsögn úr starfi
eða skerðingu á réttindum."

Hér fyrir neðan má nálgast eyðublað fyrir uppljóstranir. Fylla þarf út nafn og kennitölu en hægt er að óska eftir nafnleynd með því að haka við viðeigandi reit í eyðublaðinu.

Senda inn uppljóstrun

Þegar búið er að senda inn eyðublaðið eru það eingöngu starfsmenn skjalasafnsins (3 aðilar), bæjarlögmaður og aðstoðarmaður bæjarlögmanns sem hafa aðgang að þessum upplýsingum, og allir þessir aðilar eru bundnir þagnarskyldu. Ef óskað er eftir nafnleynd mun bæjarlögmaður fylgja málinu eftir án þess að nafn uppljóstrara komi fram í ferlinu.

Síðast uppfært 09. október 2024