Upplýsingar um orlof starfsmanna

• Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl ár hvert.
• Sumarorlofstími er frá 15. maí til 30. september ár hvert.
• Yfirmaður ákveður hvenær orlof skuli tekið í samráði við starfsmann en skylt er að verða við óskum starfsmanns ef því verður við komið.
• Ef ekki er tekið orlof á sumarorlofstíma að ósk yfirmanns þá á starfsmaður rétt á 33% lengingu á þeim hluta sem veittur er utan sumarorlofstímabils.
• Landsbankinn greiðir út orlof vegna yfirvinnu að morgni laugardagsins 11. maí og leggur inn á launareikninga.
• Stöðu orlofs og ávinnslur er hægt að skoða í vinnustund - Sjá leiðbeiningar í pdf hér eða hér að neðan:

Vinnustund - Sjálfsþjónusta – Leyfi
Staða orlofs birtist í sjálfþjónustu í Vinnustund undir „Leyfi".
Allir starfsmenn hafa aðgang að Sjálfþjónustu í Vinnustund og geta skoðaði upplýsingar um stöðu á orlofi, úttekið orlof og ávinnslur.
• Staða orlofs til úttektar miðað við daginn í dag
• Ávinnsla orlofs á orlofsárinu
• Orlofstímar fluttir frá fyrra tímabili

Nánari upplýsingar um þær tölur sem birtast
Möguleiki er að smella á tölur sem eru gulmerktar á myndinni fyrir ofan, þá opnast upplýsingagluggi með nánari upplýsingum.

Staða til úttektar
• Með því að velja töluna sem birtist í dálknum „Staða til úttektar" þá opnast upplýsingaglugginn hér fyrir neðan. Birtir upplýsingar um stöðuna, hvað hefur verið skráð úttekið og ávinnsla:

*Athugið að orlofsstaða birtist ekki lengur inn á http://eg.akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan