Starfslokanámskeið verður haldið dagana 1. og 3. október.

Í byrjun október verður haldið starfslokanámskeið á vegum Akureyrarbæjar, Sjúkrahússins á Akureyri, Norðurorku og Verkmenntaskólans á Akureyri.
Markmið námskeiðsins er að hjálpa starfsfólki að undirbúa starfslok vegna aldurs, aðlaga sig breyttu lífsmynstri og stuðla að innihaldsríku lífi að starfi loknu.
Markhópurinn er starfsfólk eldra en 60 ára og er námskeiðið þátttakendum að kostnaðarlausu. Haustið 2017 sóttu um 80 manns samskonar námskeið sem mikil ánægja var með.

Staðsetning: Lionssalur á 4. hæð í Skipagötu 14. 
Skráning: Hjá mannauðsdeild í síma 460-1062 eða með tölvupósti á annalb@akureyri.is
Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 26. september

Dagskrána má nálgast hér. 

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan