Skatthlutfall og persónuafsláttur 2024

Öllum launagreiðendum er skylt að draga staðgreiðslu opinberra gjalda frá launum og öðrum staðgreiðsluskyldum greiðslum til launamanna og skila í ríkissjóð. Staðgreiðsla samanstendur af tekjuskatti og útsvari og er fyrirframgreiðsla upp í álagningu opinberra gjalda samkvæmt skattframtölum einstaklinga. Áætluð meðalútsvarsprósenta er 14,93%. Tekjuskattur rennur í ríkissjóð og útsvarið til sveitarfélagsins.

 

Skatthlutfallið 2024 er;

Skattþrep 1: 31,48% af tekjum 0 – 446.136 kr.

Skattþrep 2: 37,89% af tekjum 446.137 - 1.252.501 kr.

Skattþrep 3: 46,28% af tekjum yfir 1.252.501 kr.

 

Persónuafsláttur er 779.112 kr. á ári, eða 64.926 kr. á mánuði.
Heimilt er að nýta allan (100%) ónýttan persónuafslátt maka á árinu 2024.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan