Samfélagstíðindi: Réttindi barna í stafrænum heimi

Í þessari viku sótti Illugi Dagur Haraldsson, nemandi í 6. bekk Oddeyrarskóla ráðstefnu umboðsmanna barna í Evrópu í Brussel. Þar kynnti hann afrakstur vinnu að réttindaverkefni með verkefnastjóra barnvæns sveitarfélags á Akureyri í samvinnu við umboðsmann barna. Tveim ungmennum frá Íslandi var boðið að sækja ráðstefnuna með umboðsmanni barna Salvör Nordal. Verkefnið snýr að réttindum barna í stafrænum heimi og var fulltrúi Akureyrar bænum sínum til sóma. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan