Persónuuppbót var greidd út 30. apríl

Akureyrarbær greiddi persónuuppbót til starfsmanna sinna þriðjudaginn 30. apríl. Greitt var hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma síðustu 12 mánuði fyrir greiðsludag. Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, fékk hann greitt hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Upphæð persónuuppbótar var 55.700 kr.- miðað við fullt starf á kjarasamningi Einingar-Iðju og Kjalar svo dæmi séu nefnd. Breyting var frá fyrra ári, nú fengu félagsmenn í félagi leikskólakennara greidda orlofsuppbót. 

Athugið að upphæðin var misjöfn eftir kjarasamningum.

Hægt er að skoða launaseðilinn sinn á rafrænu formi inn á island.is

Athugið að vegna innleiðingu á nýju launakerfi voru launaseðlar með rangri sýn. Ekki réttar upplýsingar í dálkunum ,,Taxti" og "Laun". Laun voru greidd út í fyrsta skiptið úr nýju launakerfi og má því búast við einhverjum smá hnökrum. Þetta hafði engin áhrif á útborguð laun heldur aðeins röng sýn á seðlinum.  Við vonumst til að þetta verði komið í lag fyrir næstu útborgun.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan