Orlofsferðir starfsfólks erlendis

Landlæknisembættið gefur út/viðheldur yfirliti yfir skilgreind áhættusvæði og upplýsingar um útgefin tilmæli um sóttkví við heimkomu frá útlöndum. Upplýsingar þar að lútandi er að finna á heimasíðu embættisins www.landlaeknir.is á slóðinni https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item39194/Skilgreind-ahaettusvaedi---Defined-high-risk-areas

Akureyrarbær hefur sett fram verklag byggt á þeim viðmiðum sem um sóttkví eru settar hverju sinni og varðar orlofsferðir starfsfólks erlendis. Í verklaginu er tiltekin tilkynningaskylda starfsmanns til yfirmanns, upplýsingaskyldu við heimkomu og fjarvistaskráningu vegna orlofsferðar erlendis. Verklagið er að finna í spurt & svarað v. COVID-19 og með því að smella HÉR.

Hyggist starfsmaður ferðast erlendis ber honum að tilkynna vinnuveitenda um áætlaða ferð sína. Starfsmaður sem velur að fara utan og dvelja erlendis þrátt fyrir vitneskju um að hann muni fara í tveggja vikna sóttkví að ferð lokinni eða fara í sýnatöku í landamæraskimun og þurfi að fylgja reglum/tilmælum um sóttkví, þar til seinni skimun á sér stað, skal tilkynna það til yfirmanns og sækja um orlof eða launalaust leyfi fyrir tímabil í sóttkví og/eða á meðan beðið er eftir niðurstöðu úr sýnatöku áður en ferð hefst.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan