Orð mánaðarins: hvimleiður

Höfum við ekki öll gott og gaman af því að bæta orðaforðann okkar. Þessi nýi fréttaliður á starfsmannavefnum er til þess gerður. 

Orð nóvember mánaðar er hvimleiður. Hvimleiður er lýsingarorð og er eitthvað sem er til ama og er þreytandi. Hann er hvimleiður, hún er hvimleið og það er hvimleitt.
Dæmi um orð í setningu: það er hvimleitt hvað hundurinn geltir mikið.
Skyld orð: pirrandi, ertandi, bagalegur, illþolandi og óbærilegur.

Við hvetjum starfsfólk til þess að senda okkur skemmtileg orð eða orðatiltæki á starfsmannahandbok@akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan