NORAK starfsmannagolfmót – úrslit

Í gær, 10. júní fór fram níunda NORAK starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku.
Veðurguðirnir voru skráðir til leiks og létu við hvern sinn fingur ásamt þeim 28 keppendum sem fóru margir á kostum.

Mótafyrirkomulagið var níu holu 4ra manna Texas auk þess sem það voru nokkur nándarverðlaun og keppt í lengsta upphafshögginu.
Sigurliðið í NORAK 2020 var skipað þeim Andra Geir Viðarssyni, Önnu Pálínu Jóhannsdóttur, Páli Eyþóri Jóhannssyni og Baldvini Orra Smárasyni.
Í öðru sæti urðu Jónas Jónsson, Hermann Harðarson, Aníta Jónsdóttir og Atli Steinn Sveinbjörnsson.
Í þriðja sæti urðu Egill Þór Valgeirsson, Herborg Sigfúsdóttir, Kristján Snorrason og Ellert Örn Erlingsson.

Verðlaun í nándarkeppninni (næst holu) hlutu Anna Pálína (1.27m) fyrir 11. braut, Arnar Ólafsson (2.56m) fyrir 14. braut og Andri Geir (4.87m) fyrir 18. braut.
Sigurvegarar í keppni um lengsta upphafshöggið á 15. braut urðu Egill Þór og Anna Pálína.

Í mótslok voru svo veitt fjöldi úrdráttarvinninga og þakkar mótanefnd styrktaraðilum kærlega fyrir góðan stuðning.

Á meðfylgjandi mynd eru liðsmenn efstu þriggja liðanna á mótinu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan