Netföng og lykilorð

Ertu að skrá þig inn í tölvupóstinn í fyrsta skipti? Er lykilorðið þitt að renna út? Eða ertu búin/n að gleyma lykilorðinu þínu?
Í þessari frétt má nálgast upplýsingar um allt þetta. 

Innskráning í tölvupóst í fyrsta skipti

Þegar starfsmaður hefur störf óskar stjórnandi eftir því að hann sé stofnaður í tölvukerfinu hjá Advania og fær úthlutað notendanafni/netfangi og lykilorði sem hann afhentir starfsmanni.
Þegar starfsmaður skráir sig inn í fyrsta skipti með því lykilorði sem hann fær uppgefið getur hann auðveldlega breytt lykilorðinu sjálfur. Leiðbeiningar varðandi innskráningu í fyrsta sinn og hvernig hægt er að breyta lykilorði má nálgast HÉR 
*Tekið skal fram að sama lykilorð er að netfangi starfsmanna og að Vinnustund.

Er lykilorðið þitt að renna út?
Ef þú ert almennur tölvunotandi hjá Akureyrarbæ geturðu breytt lykilorðinu með því að ýta á CTRL-ALT-Delete (þetta er ekki 1 takki heldur 3) og valið 'Change a password'
Léttmiðlaranotendur ýta á CTRL-ALT-END
Ef þú ert eingöngu tölvupóst- og Vinnustundarnotandi geturðu breytt lykilorðinu á vefpostur.akureyri.is
Leiðbeiningar til að breyta lykilorði á vefpóstinum má finna hér
Lykilorð þurfa að vera minnst 8 stafir og innihalda stóra, litla og tölustafi.
Ekki má nota notendanöfn í lykilorðum.
Ekki má endurnýta gömul lykilorð.

Ert þú búin/n að gleyma lykilorðinu þínu?
Hér finnur þú upplýsingar um hvert þú snýrð þér ef þú gleymir lykilorðinu þínu:
Outlook og/eða inn á tölvuna þína
Hafa þarf samband við þjónustuaðila tölvukerfa Akureyrarbæjar (Advania) og óska eftir að lykilorð verði endursett.
Sími: 460-1080 eða á netföngin: hjalp@akureyri.is eða hjalp@advania.is.

*Gott er að setja símanúmer eða annað netfang með í beiðnina svo auðveldara sé fyrir Advania að hafa samband.
Þetta gildir fyrir alla notendur og hvort sem um er að ræða útrunnið eða glatað lykilorð.
Notendur fá sendan hlekk á nýtt lykilorð sem aðeins er hægt að opna í eitt skipti og gildir í 7 daga.

Ath. að þegar lykilorði að tölvum og tölvupósti er breytt breytist það líka að Vinnustund

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan