Meðvirkni á vinnustað

Miðvikudaginn 6. október næstkomandi verður haldið staðarnámskeiðið Meðvirkni á vinnustað í Símey. 

Á námskeiðinu er farið yfir hvernig meðvirkni birtist á vinnustaðnum og með hvaða hætti meðvirknimynstur geta skapast. Einnig er skoðað hvaða áhrif meðvirkni hefur á starfsfólk, vinnustaðarmenninguna og árangur í víðum skilningi.

Námskeiðið er aðildarfélögum Starfsmenntar, meðal annars Kjalarfólki að kostnaðarlausu.
Skráning frekari upplýsingar má finna hér:

https://www.smennt.is/forsida/fraedsla/namskeid/stakt-namskeid/?allotmentid=22e73c2d-d14b-4d89-bb00-c332c568aab3

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan