Mannauðsmoli: Jákvæð samskipti smita út frá sér

Sjaldan hefur þörfin fyrir góð samskipti verið meiri en nú. Við þekkjum hvað það hefur mikið að segja þegar einhver sýnir manni tillitssemi, gefur sér tíma til að hlusta eða hvetur mann áfram. Lífið getur breytt um lit og við finnum fyrir meiri gleði og auknum krafti. Að finna fyrir góðvild og umhyggju getur skipt sköpum fyrir vellíðan og hvatt okkur til að sýna öðrum tillitsemi og hlýju.

Jákvæð og vingjarnleg samskipti smita út frá sér og við getum haft heilmikil áhrif á aðra með orðum og athöfnum. Og jákvæð áhrif þess að sýna öðrum góðvild, gefa af sér og láta í ljós þakklæti eru þekkt.

Forvarnarverkefni Virk Starfsendurhæfingarstjóðs velvirk.is hafa valið hugtökin umhyggja, jákvæðni, samkennd, þakklæti, tillitssemi og góðvild til að minna á.

Með því að sýna öðrum umhyggju verndum við hvert annað og búum til betra samfélag. Að finna stuðning frá öðrum getur skipt öllu máli á erfiðum tímum.

Við getum veitt öðrum innblástur og haft góð áhrif á fólkið í kringum okkur þegar við tileinkum okkur jákvætt lífsviðhorf. Þó aðstæður séu erfiðar er oftast hægt að finna eitthvað jákvætt ef við leitum nógu vel.

Að sýna samkennd með því að vera til staðar fyrir aðra og sjá sjónarhorn þeirra getur ráðið úrslitum. Við getum sett okkur í spor annarra og hjálpað þeim að finna að þau eru ekki ein.

Þegar við þökkum fyrir það sem við höfum og sýnum öðrum þakklæti þá líður okkur betur. Við getum öll fundið eitthvað til að þakka fyrir og með því að sýna öðrum þakklæti gefum við góða gjöf.

Sjaldan hefur tillitssemi verið eins mikilvæg og nú. Athafnir og orð hafa mikil áhrif og við getum valið að koma fram við aðra eins og við viljum að þeir komi fram við okkur.

Sýnum góðvild í verki. „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt". Að sýna öðrum góðvild getur fært þeim og okkur sjálfum mikla vellíðan.

Lesa má meira á heimasíðu velvirk.is. Þar má finna umfjöllun um fjölmargt sem tengist heilsu okkar og almennri líðan. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan