Hvaða vinnustaður verður með flestu dagana? En flestu mínúturnar? Hvaða starfsmenn fá úrdráttarverðlaunin?

Um hvað erum við að tala... við erum að tala um Lífshlaupið, sem er vinnustaðakeppni á vegum ÍSÍ og hefur það megin markmið að hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig og tileinka sér heilbrigða lífshætti. Lífshlaupið verður ræst miðvikudaginn 3. febrúar og stendur til 23. febrúar.

Heilsuráð Akureyrarbæjar hvetur alla vinnustaði Akureyrarbæjar til að taka þátt í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins 2021, því líkt og undanfarin ár er keppnin færð heim í hérað þar sem Heilsuráð veitir viðurkenningar til vinnustaða Akureyrarbæjar sem
                              a) sigrar í keppninni um flesta daga og
                              b) sigrar í keppninni um flestar mínútur.

Árið 2020 sigraði skrifstofa fræðslusviðs báðar keppnir – látum það ekki gerast aftur. Sex starfsmenn voru dregnir út úr hinni svokölluðu úrdráttarkeppni, sem var frumraun Heilsuráðs í fyrra. Sjá tengda frétt.

Í ár verður líkt og í fyrra úrdráttarverðlaun á vegum Heilsuráðs.
Hvað þýðir það? Jú, það þýðir að allir starfsmenn Akureyrarbæjar sem eru skráðir, hreyfa sig og skrá hreyfinguna í Lífshlaupið eiga möguleika á að vera dregnir út og fá vinning! En það er meira... ef starfsmaður hreyfir sig t.d. alla 20 dagana (og skráir) þá fer nafn hans 20 sinnum í pottinn!
Vinnustaðakeppni
Hver vinnustaður sér um að skrá sig til leiks. Þá stofnar einn starfsmaður vinnustaðinn í kerfinu og þarf að nota sína kennitölu. Síðan geta deildir, hæðir og slíkt skráð lið undir hvern vinnustað. Þá er einn liðsstjóri sem getur m.a. fylgst með hvernig gengur, hvatt vinnufélagana áfram og jafnvel haldið utan um að skrá alla hreyfingu þátttakanda.

Þeir sem ætla að taka þátt þurfa að fara inn á heimasíðu lífshlaupsins (www.lifshlaupid.is) og skrá sig inn. Farið er í "Mínar síður" og fylgt fyrirmælum sem fram koma. Einnig eru ítarlegar leiðbeiningar undir "Skrá mig til leiks sem má finna undir "Keppnir" og "Vinnustaðakeppni". Þeir sem eiga aðgang í Hjólað í vinnuna geta nota hann. Gott er að athuga hvort þinn vinnustaður hefur þegar verð stofnaður eða er til í gagnagrunni Lífshlaupsins áður en stofnaður er "nýr" vinnustaður.

Það þarf að lágmarki að hreyfa sig í 30 mínútur á dag til þess að fá daginn skráðan en það má skrá allan tímann (mínútur) sem maður hreyfir sig viðkomandi dag. Það er ekki nauðsynlegt að skrá sig inn daglega en best er að skrá jafnt og þétt á meðan á vinnustaðakeppninni stendur. Nýtt: Nú er einungis er hægt að skrá hreyfingu á sig í keppninni 5 daga aftur í tímann og því mikilvægt að skrá alla hreyfingu jafn óðum.

Á næstunni kemur út sérstakt LífshlaupsAPP sem mun einfalda skráningu á allri hreyfingu. Endilega fylgist með á heimasíðu Lífshlaupsins fyrir frekari upplýsingar um Lífshlaupsappið.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan