Hvað er hægt að gera?

Hugmyndabanki að uppákomum, fræðslu og öðru því sem stjórnendur og starfsfólk getur nýtt til að styrkja liðsheildina og efla andann nú þegar covid þreytan er farin að hafa áhrif á daglegt líf margra.

Nokkur dæmi um það sem hægt er að gera með starfsmannahópnum:

Microsoft Teams býður upp á ýmsa möguleika, þar er t.d. hægt að hafa netkaffi, starfsmannafundi og fleira. Sumir hafa brugðið á það ráð að hafa þema á fundum til að lífga upp á tilveruna.

Það er ýmislegt annað hægt að gera í gegnum netið. Skemmtikraftar hafa verið að taka að sér að halda netBINGÓ og pub quis. Þá er bæði hægt að velja að halda það aðeins fyrir starfsmannahópinn eða jafnvel bjóða upp á fjölskyldu-BINGÓ. Hér má t.d. nefna Tryggva Rafn leikara og einnig strákana í Hæhæ. Svo er kannski einhver starfsmaður innan hópsins sem er tilbúinn að taka þetta að sér.

Síður til að búa til spurningaleiki og halda bingó eru t.d.: Kahoot.com og bingomaker.com

Tónlistarmenn hafa verið að taka að sér Fjargigg og koma þeir þá inn á Teams, Zoom eða jafnvel inn á facebook ef einhver vinnustaður er með grúbbu þar. Koma inn halda stutta tónleika aðeins fyrir ykkar hóp.

Örfræðsla til að peppa starfsmannahópinn: Edda Björgvins, Pálmar Ragnarsson, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Guðrún Snorradóttir og Sigríður Ólafsdóttir hjá Mögnum. Sigga Kling tekur líka að sér að spá fyrir hópa. Svo það er margt skemmtilegt hægt að gera.

Margir vinnustaðir hafa tekið upp á því að færa starfsfólki sínu pakka á þessum skrítnu tímum, smá til að þakka fyrir vel unnin störf og gleðja fólkið sitt í þessu ástandi. Vinnustaðir sem hafa gert þetta eru t.d. Öldrunarheimili Akureyrar, Stjórnsýslusvið, Amtbókasafnið og fleiri.

Sumir vinnustaðir stefna á rafræna jólaskemmtun í ár. Þar sem leynivinir verða netvinir. Þá er t.d. tilvalið að senda hrós, þakkir og hvatningu sín á milli.

Það er ýmislegt hægt að gera til að létta lundina og uppbrot frá daglegu starfi getur gert svo margt. Leikskólinn Hulduheimar skiptast t.d. á að skrifa brandara á sameiginlega töflu, útbjuggu leik í tengslum við nýja menntastefnu, hafa reglulega vísnagátur á kaffistofunni og margt fleira skemmtilegt.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan