Hlífðargrímur samhliða öðrum sóttvörnum

Þeir starfsmenn sem verið hafa á ferðalagi innanlands á þeim svæðum þar sem smitum hefur fjölgað, eða eru viðvarandi há, eru beðnir um að fylgja þeim viðmiðum sem vinnustaður setur um fjölda þeirra daga sem starfsmanni ber að nota hlífðargrímu á vinnustað eftir að heim er komið. Þá er áréttað að hlífðargríma kemur ekki í stað almennra sótt-/sýkingarvarna sem ávallt skal viðhafa, þ.e. handhreinsun, almennt hreinlæti og þrif á snertiflötum, en er ætlað að lágmarka líkur á dropasmiti. Ítrekað er það mikilvægi að allir gæti vel að eigin sóttvörnum.

Í leiðbeiningum landlæknis um notkun á hlífðargrímum segir að hlutverk þeirra sé að grípa dropa sem koma úr öndunarvegi þess sem bera hana, svo þeir dreifist ekki um umhverfið. Af því leiðir að notuð gríma er menguð af örverum sem alla jafna eru í munnvatni. Þess vegna þarf að gæta ítrasta hreinlætis við notkun þeirra, snerta þær sem minnst og skipta um grímu þegar hún er orðin rök eða skemmd á annan hátt. Hendur þarf ávallt að þvo eða spritta eftir snertingu við notaðar grímur.

  • Æskilegast er að nota einnota grímur sem hent er í almennt sorp eftir notkun.
  • Æskilegt er að miða að hámarki við 4 klukkustunda uppsafnaða eða samfellda notkun og henda þá grímunni.
  • Margnota grímur má einnig nota en nauðsynlegt er að þær séu úr efni sem má þvo, þær þarf að þvo daglega.
  • Það sama gildir um margnota grímur og einnota grímur, þ.e. þær mengast að utan og því skal snerta þær sem allra minnst. Þvo eða spritta hendur á eftir.

Finna má leiðbeiningar um notkun á hlífðargrímum á slóðinni https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item42254/Lei%C3%B0beiningar.%20Hl%C3%ADf%C3%B0argrimur_30.07.2020.pdf og upplýsingar um mismunandi 

Í samræmi við framangreint eiga einnota hlífðargrímur að vera tiltækar á vinnustöðum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan