Fréttir frá leikskólanum Lundarseli

Leikskólastarf er sambland af umhyggju, mannauði, menningar- og menntunarstarfi. Lundarsel er einnig skemmtilegur og skapandi vinnustaður bæði fyrir smáa og stóra.

Í leikskólanum eru 88 börn sem flest eru í skólanum 7- 8 tíma á dag. Fjórar aldursskiptar deildir eru í leikskólanum. Starfsmannahópurinn er fjölbreyttur, leik- og grunnskólakennarar, B.A. í sálfræði, heimspeki, Iðjuþjálfi og matartæknir. Í skólanum starfa 4 karlmenn. 

lundasel

 Á næsta skólaári stækkar skólinn og verður í tveimur húsum, samtals 7 deildir. Þá bætast enn við góðir starfsmenn í flotta hópinn okkar. Kynjahlutfallið jafnast aðeins betur út því sex karlmenn verða innan okkar raða á næsta skólaári.

Lundarsel er heilsueflandi leikskóli. Leikskólinn er í tveimur byggingum sem eru báðar staðsettar á suður brekkunni. Lundarsel er við Hlíðarlund.
Pálmholt er við Þingvallastræti.
Skólarnir verða áfram í mjög góðu samstarfi við Lundarskóla.
Fjöldi barna: 146
Fjöldi deilda: 7
Sími: 462 5883
Netfang: bjosi@akmennt.is
Heimasíða: http://lundarsel.karellen.is
Skólastjóri: Björg Sigurvinsdóttir
Aðstoðarskólastjóri: Helga María Þórarinsdóttir

lundaselBörnin nýta daginn til að leika og læra saman. Einkunnarorð skólans eru: „Þar sem glaðir spekingar leika og læra saman", sem er tilvísun í gleðina sem felst í leiknum, við að leita svara og rannsaka sjálfur. Allir eru að læra, börn jafnt sem fullorðnir.
Leikskólastarfið er mjög fjölbreytt og er sú fræðsla sem barn öðlast í gegnum leik vænlegasta námsleiðin. Í Lundarseli eru fjórar megin áherslur í skólastarfinu: Hreyfing og heilsa, heimspeki, jafnrétti og SMT skólafærni.

Börnin fara í skipulagðar hreyfistundir í sal og í KA heimilið. Í þessum stundum njóta börnin sín við að dansa, fara í leiki, þrautabrautir og einnig er notað námsefnið "Leikur að læra". Góð hreyfing fer jafnframt fram á lóð leikskólans, í göngu- og vettvangsferðum. Jafn mikilvægt er fyrir börnin að fara í hvíldarstund sem þau gera á hverjum degi eftir hádegismatinn. Börnin fá hollt og fjölbreytt fæði byggt á lýðheilsumarkmiðum. Foreldrar tala um að börnin hrósi mikið matnum í Lundarseli og segja að maturinn sé jafnvel ekki eins góður heima. Börnin upplifa heimspekilegar pælingar í gegnum leikinn þegar þau fá að gera tilraunir, rannsóknir og skiptast á skoðunum. Börnin efla málþroska sinn og læsi með því að rökræða og vera gagnrýnin í hugsun. Þau fá tækifæri til að vera virk og sjálfstæð í samræðunni um bækur og þau viðfangsefni sem um ræðir hverju sinni.

lundasel

Börnin eru hvött til samræðna um staðalímyndir kynja sem liggja til dæmis í leikföngunum, barnabókum og söngtextum. Börnin fá skýr skilaboð um að allir eru jafnir, strákar og stelpur mega gera það sem þau vilja, kyn á aldrei að hamla, hefta eða loka á óskir.

Börnin fá leiðsögn í að nota lausnaleit til að leysa úr ágreiningsmálum sínum, til dæmis í sambandi við útiveru. Börnin skilgreina sjálf vandann, setja sér markmið, fara á hugarflug, meta lausnir, gera áætlun, útbúa samning og láta á hann reyna.
Við höfum samræðustundir til að heyra sýn þeirra og hvað þau eru að hugsa í sambandi við tilveru þeirra í skólanum.

 Hér er dæmi um svar frá einu barni um hvað væri skemmtilegt og gott:

Allt sem er skemmtilegt er gott. Að fara í leikskólann er skemmtilegt því að þá get ég leikið við marga vini sem er gott.

Hér er dæmi frá einu barni um hvað það telur sig ráða í leik:

"Öllu. Það er fullt að spilum og maður má bara ráða. Ráðum ekki yfir kennaranum. Spila, púsla, leika með dót eða hanga." Allir velja og svo má skipta. " Ég ræð hvað mig langar að gera í leikstund, hvern ég leik við. Ég þarf að skiptast á með leikföngin.

Við erum með skemmtileg uppbrot í starfinu. Til dæmis hefur foreldrafélagið greitt fyrir leiksýningar. Þetta eru flottar sýningar sem börnin hafa bæði gagn og gaman af. Þeim finnst mjög spennandi þegar við starfsmenn setjum upp leiksýningu en það gerum við gjarnan einu sinni í mánuði. Í vetur hefur starfsmannahópurinn sýnt til dæmis Rauðhettu og úlfinn og geiturnar þrjár. Þeim sýningum hefur verið tekið mjög vel af barnahópnum.

Lundarsel hefur verið í þróunarverkefni um innleiðingu menntastefnu Akureyrarbæjar þetta skólaár "Með heiminn af fóti þér" og er það verkefni til næstu fjögurra ára.

lundaselGæðaráð hefur verið skipað í skólanum sem heldur utan um verkefnið ásamt Gunnþóri Eyfjörð Gunnþórssyni, Ásgarði ráðgjöf. Megin markmið með verkefninu er að að koma til móts við þarfir barna með skapandi starfsháttum, auka lýðræðislega aðkomu þeirra að skólastarfinu. Sjá til þess að námsverkefnin endurspegli raunveruleikann og séu skemmtileg, vísi þannig að enn betri árangri. Vinna með gæði í leik- og grunnskólum getum við því líkt við fjársjóðsleit gæðaviðmiðin eru nauðsynlegur greiningarlykill til að við finnum fjársjóðinn sem leynist í skólastarfinu því nýtt er ekki endilega best. Gamalt og gott getur sannarlega líka átt við um gæðastarf.

Lundarsel hefur í gegnum árin tekið þátt í mörgum þróunarverkefnum í skólanum. Má þar nefna heimspeki og jafnrétti. Lundarsel fékk árið 2020 viðurkenningu Frístundarráðs Akureyrarbæjar fyrir markvissa vinnu með kynjajafnrétti í starfi skólans. 

lundasel


lundasel

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan