Fagnám í umönnun fatlaðra

Vakin er athygli á námskeiðinu Fagnám í umönnun fatlaðra sem haldið verður hjá MSS á vorönn og hefst 18. janúar n.k.

Námskeiðið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa við umönnun fatlaðra en í því felst að vinna við þjónustu á heimilum og stofnunum fyrir fatlaða. Það getur einnig hentað þeim sem starfa í þjónustu við aldraða og sjúka og fyrir þá sem vinna með börnum og unglingum í vanda.

Markmið námsins er að auka færni og þekkingu námsmanna á aðstæðum og þörfum fatlaðs fólks til að efla lífsgæði þeirra og virkni. Í náminu er lögð áhersla á sjálfseflingu, lífsgæði og réttindi fatlaðs fólks með því að veita þeim viðeigandi þjónustu.

Námið spannar 324 klukkustundir. 164 stundir með leiðbeinanda og 160 stundir án leiðbeinanda (starfsreynsla/þjálfun). Mögulegt er að meta námið til 16 eininga á framhaldsskólastigi.

Námið er fjarkennt að mestu en þó verða þrjár lotur á laugardögum ef aðstæður leyfa.

Allar frekari upplýsingar um námið veitir Björg Valsdóttur, bjorg@smennt.is, sími 550 0060

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan