Ertu á leiðinni í sumarfrí?

Áður en haldið er af stað í sumarfrí þarf að huga að ýmsu. Meðal annars að muna eftir að skrá sumarfríið og aðrar fjarvistir í dagbókina í Outlook. Nauðsynlegt er að merkja sumarfrí í dagbókina um leið og það liggur fyrir. Svo þarf að muna að stilla sjálfvirka svörun í tölvupóstinum áður en farið er í fríið. Hér eru leiðbeiningar.

Góð ráð:

  • Stilla Out of office í Calendar. Gott að gera þetta um leið og sumarfrí liggur fyrir.
  • Taktu fram í subject hvenær þú kemur aftur til baka. Dæmi: Er í sumarfríi frá 1. – 20. júní.
  • Skráðu sjálfvirka svörun (Automatic Replies) og hafðu greinargóðan texta fyrir þann sem reynir að senda þér tölvupóst, hver er staðgengill og hvenær þú kemur aftur til vinnu.
  • Þegar að sjálfvirk svörun er sett á þarf að muna eftir því að setja texta inn bæði fyrir Inside my Organization og Outside my Organization.

Hafið það sem allra best í sumarfríinu !

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan