Erindi um breytingaskeið kvenna

Miðvikudaginn 4. janúar milli kl. 16:30 og 17:30 verður í boði erindi um breytingaskeið kvenna. 

Breytingaskeiðið er viðamikið umfangsefni sem snertir ekki bara konur heldur allt samfélagið, aðstandendur og vinnustaði.

Halldóra hefur haldið fjölmarga fyrirlestra um þetta mikilvæga málefni og er markmiðið að fræða, uppræta fordóma og útrýma tabúinu í kringum þetta skeið sem allar konur fara á.

Erindið verður á Zoom og fá skráðir þáttakendur sendan link á fundinn á nýju ári.

Allir sem eru með akureyri.is og akmennt.is netföng hafa nú þegar fengið tölvupóst með boði á erindið ásamt upplýsingum um skráningu.

Persónulega netföng sem ekki hafa endinguna akureyri.is eða akmennt.is verða ekki tekin gild. 

Skráning fer fram hér https://www.surveymonkey.com/r/Skraning040123

 

Halldóra heldur úti heimasíðunni www.kvennarad.is þar sem hægt að nálgast frekari upplýsingar um Halldóru sjálfa, hennar menntun og allt sem tengist breytingaskeiðinu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan