Einelti, áreitni og hvers kyns ofbeldi - Tölum saman

Allt starfsfólk á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og að það hafi tækifæri til að sinna störfum sínum án þess að eiga á hættu einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreitni eða annarskonar ofbeldi.

Það er á ábyrgð okkar allra að líða ekki óæskilega hegðun á vinnustöðum Akureyrarbæjar og ef við verðum vör við slíka hegðun þá ræðum við málið og komum upplýsingum til yfirmanns eða annara sem geta tekið á málinu.

Hér er vakin athygli starfsfólks á upplýsingum um verklag í tengslum við áreitni á vinnustað og hvert starfsfólk getur leitað ráðgjafar upplifi það slíkar aðstæður eða verður vitni af þeim.

Upplýsingar þess efnis er að finna undir efnisflokknum: Starfsmannahandbók > Einelti - áreitni - ofbeldi.

KÁF - tölum saman
Akureyrarbær hefur tekið þátt í norrænu samstarfsverkefni um kynferðislega áreitni á vinnustöðum í heilbrigðisstéttum. Afurð þessa verkefnis má nálgast hér í starfsmannahandbókinni. Þar er meðal annars að finna einblöðung og plaköt fyrir vinnustaði.

Vert er að minnast á að vinnustöðum bæjarins gefst kostur á fræðslu um kynferðislega áreitni sem ber heitið KÁF - kynferðisleg áreitni fræðsla. Ber vinnuveitendum að tryggja forvarnir við óæskilegri hegðun og er fræðsla einn liður í því. Upplýsingar um það má nálgast á sömu síðu.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan