ARTIK NORAK - úrslit

Fimmtudaginn 15. júní fór fram hið árlega ARTIC NORAK starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku í fimmta skiptið og nú í fyrsta skipti fór mótið fram í júní.

Um 30 golfarar voru skráðir til leiks í mótinu sem fór fram í blíðskapar veðri á Golfvellinum að Jaðri. Í ár var líka haldin „drive-keppni“ og skotkeppni.

Keppnin í golfmótinu var ótrúlega jöfn og fór svo að 3 efstu liðin fóru holurnar 9 á jafnmörgum höggum. Þurfti því að beita reiknireglum golfíþróttarinnar til að skera úr um sigurvegara.

Í fyrsta sæti í golfmótinu urðu Jónas Jose Mellado, Ólafur Arnar Pálsson og Erla Hrund Friðfinnsdóttir.

Í öðru sæti urðu Anna Pálína Jóhannsdóttir, Jóhann Rafn Heiðarsson og Hermann Harðarson.

Í þriðja sæti urðu Halla Sif Svavarsdóttir, Páll Eyþór Jóhannsson og Karl Haraldur Bjarnason.

Sigurvegari í skotkeppninni var Leifur Þorsteinsson

Sigurvegari karla í drive-keppninni var Andri Heiðar Arnarson með drive uppá 262 metra. Sigurvegari kvenna var Herborg Sigfúsdóttir með drive uppá 161 meter.

Nándarverðlaun á 18. braut hlaut Vigfús Ingi Hauksson sem lenti 740 cm frá holu.

Í mótslok voru fjölda úrdráttaverðlauna dregnir út.

Mótanefnd þakkar Golfklúbbi Akureyrar kærlega fyrir samstarfið og aðstoðina. Einnig á Ölgerðin, Sundlaug Akureyrar, Hlíðarfjall, Framkvæmdarmiðstöðin, Menningarfélag Akureyrar, Minjasafnið, Plastiðjan Bjarg Iðjulundur og Color Run bestur þakkir fyrir aðstoðina við úrdráttarvinningana.

Að lokum þakkar mótanefnd öllum þeim sem komu að mótinu kærlega fyri flottan dag á ARTIC NORAK.  

Mótanefnd
Ellert Örn Erlingsson
Guðmundur Karl Jónsson
Jón S. Hansen

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan