Afsláttur á sýninguna Hlið við hlið fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar

Kæra starfsfólk Akureyrarbæjar!

Söngleikurinn HLIÐ VIÐ HLIÐ verður sýndur laugardaginn 30. október næstkomandi í Hofi. Ykkur starfsfólki er boðinn sérstakur afsláttur á sýninguna!

Sýningin hefur slegið í gegn í Gamla bíói í Reykjavík og er búið að selja upp á allar sýningar þar. Þetta er söngleikur með lögum Friðriks Dórs sem allir ættu að kannast við, og er því frábært skemmtun fyrir alla unnendur leikhúss og tónlistar.

Sýningin fjallar um borgarstrákinn Dag (Kristinn Óli Haraldsson) sem fer að vinna á sveitahóteli þar sem allt er eins og það hefur verið árum saman. En koma hans á hótelið virðist þrýsta á öll tengslin innan hótelsins að þolmörkum - skyndilega er sem öll fjölskyldutengsl, sambönd og vinskapir hanga á bláþræði.

Afsláttarlinkurinn er hér: https://tix.is/is/mak/specialoffer/bkhy5mrelb2k2 (ath. að það þarf að afrita slóðina og líma hana í vafra til að hún virki).

Og þeir sem vilja vita meira um sýninguna geta skoðað Facebook-síðuna: https://www.facebook.com/hlidvidhlid/

Sjáumst 30. október í Hofi!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan