Afþreying

Mynd: Unnur Birta

Lestarferð

Engar almenningssamgöngur eru í Grímsey né leigubílar, en hægt er að bóka far um eyjuna með nyrstu og mögulega einu lest Íslands.
Lesa fréttina Lestarferð
Mynd: Haukur Hauksson

Folf við Heimskautsbaug

Folf, eða frisbígolf er íþrótt sem nýtur sí meiri vinsælda og er 9 holu völlur í Grímsey.
Lesa fréttina Folf við Heimskautsbaug
Bátsferðir

Bátsferðir

Grímsey býður upp á mikla nálægð við fuglalíf og hægt er að fara í ferðir í kringum eyna og sömuleiðis er hægt að fara á sjóstöng. Ferðirnar eru mislangar, allt frá 60 mínútum upp í heilan dag.
Lesa fréttina Bátsferðir
Ferðir með leiðsögn - skoðunarferðir um Grímsey

Ferðir með leiðsögn - skoðunarferðir um Grímsey

Leiðsögn um Grímsey er í boði allt árið. Í ferðunum er farið er yfir sögu Grímseyjar, fuglalífið, lifnaðarhætti og farið yfir heimskautsbauginn. Innifalið er viðurkenningarskjal um að hafa farið yfir heimskautsbauginn.
Lesa fréttina Ferðir með leiðsögn - skoðunarferðir um Grímsey
Fuglaskoðun

Fuglaskoðun

Fuglalífið í Grímsey er einstakt og eru fjölmargar tegundir á eynni sem eru í þéttbýlum byggðum. Margar ástæður eru fyrir því að fuglalíf dafnar vel á eynni; stutt er í ríkar veiðilendur, engar rottur eða refir og veiði á fuglum og eggjasöfnun hefur verið mjög takmörkuð með tímanum.
Lesa fréttina Fuglaskoðun
Golf við heimsskautsbauginn

Golf við heimsskautsbauginn

Í Grímsey er að finna lítinn þriggja holu golfvöll sem er staðsettur við heimsskautsbauginn rétt hjá flugvellinum. Möguleiki er á að fá leigan búnað til golfiðkunar í gistiheimilinu Básum sem staðsett er við golfvöllinn.
Lesa fréttina Golf við heimsskautsbauginn
Gönguleiðir

Gönguleiðir

Grímsey er 5,3 km3 og um 5.5 km að lengd. Eyjan er tiltölulega flöt, lægst að vestan við þorpið en hæst að austan þar sem hún rýs í um 105 metra yfir sjávarmáli. Á eyjunni er hægt að velja um nokkrar göngule
Lesa fréttina Gönguleiðir
Heimsókn til heimamanna

Heimsókn til heimamanna

Heimsækið heimamenn og kynnist því hvernig er að búa á þessum nyrsta hluta Íslands.
Lesa fréttina Heimsókn til heimamanna
Hjólreiðar

Hjólreiðar

Í Grímsey eru aðstæður kjörnar til fjallahjólreiða. Landslagið er mjúkt og er þar að finna ýmist slóða, stíga og vegi. Slóðirnar er að finna á austanverðri eynni, á meðan stígar eru á vesturhlið hennar. Malbikaðir vegir eru í bænum en malarvegir utan hans.
Lesa fréttina Hjólreiðar
Mynd: Erlendur Bogason.

Köfun

Sjórinn umhverfis Grímsey er tær og hreinn og því er þar að finna kjöraðstæður til köfunar. Kafarar geta notið fjölbreytts dýralífs og gróðurs ásamt þeirri einstöku upplifun að kafa með sjófuglunum. Besti tíminn til að sjá fuglana er frá miðjum apríl og fram í miðjan júlí. Sjórinn í kringum Grímsey er mjög kaldur en hitastigið er 8°C á sumrin og fer í 4°C á veturna.
Lesa fréttina Köfun
Miðnætursól

Miðnætursól

Grímsey er staðsett á norðurheimskautsbaugnum og því er hægt að upplifa einstaka miðnætursól að sumri til. Við sumarsólstöður er sólin fyrir ofan sjóndeildarhringinn allan sólarhringinn. Grímseyingar halda upp á sumarsólstöðurnar með skemmtilegri hátíð ár hvert.
Lesa fréttina Miðnætursól