Gönguleiðir

Grímsey er 5,3 km3 og um 5.5 km að lengd. Eyjan er tiltölulega flöt, lægst vestan megin við höfnina en hæst austan megin þar sem hún rýs í um 105 metra yfir sjávarmáli. Á eyjunni er hægt að velja um nokkrar gönguleiðir.

Gönguleiðir - kort (pdf)

Leið 1 – Umhverfis eyjuna
Vegalengd: Um 10 km
Tími: Um það bil 4 klst.
Stikur (rauðar og grænar)

Gengið er frá höfninni, til norðurs í átt að flugstöðinni og yfir heimskautsbauginn. Þaðan er farið eftir vegslóða sem liggur meðfram björgunum við Básavík. Gætið þess að fara ekki of nærri bjargbrúninni sem oft er sundurgrafin af lunda.   Síðan er haldið út á Eyjarfót sem er nyrsti oddi eyjarinnar. Þaðan er svo gengið til suðurs með bjargbrúninni að austanverðu. Þar eru fuglabjörg sem tilheyra tilteknum jörðum á eyjunni og nýtt eru til eggjatöku. Hægt er að fylgja götum með bjargbrúninni allt til Grenivíkurvita sunnan á eyjunni. Þaðan er haldið þvert yfir eyjuna og að svæði með miklu stuðlabergi og gengið í átt að þorpinu en haldið upp á veg við bæinn Borgir og gengið eftir veginum í áttina að Grímseyjarhöfn. Gengið er framhjá Miðgarðakirkju og kirkjugarðinum sem vert er að skoða. Víða á leiðinni er góð aðstaða til fuglaljósmyndunar í bjarginu en ítrekað skal að menn skyldu fara varlega við bjargbrúnina.

Leið 2 – Norðurhluti Grímseyjar
Vegalengd: Um 7.6 km
Tími: Um það bil 2.5 klst.
Stikur (rauðar)

Gengið er frá höfninni, til norðurs í átt að flugstöðinni, framhjá gamla heimskautsbaugs - kennileitinu og vegvísunum sem er við norðurhlið gistiheimilisins Bása. Þaðan er farið eftir vegslóða sem liggur meðfram björgunum við Básavík, gætið þess að fara ekki of nærri bjargbrúninni sem oft er sundurgrafin af lunda. Síðan er haldið út á Eyjarfót sem er nyrsti oddi eyjarinnar að nýja heimskautsbaugs kennileitinu Hringur og kúla / Orbis et Globus / Circle and Sphere. Þaðan er svo gengið til suðurs með bjargbrúninni að austanverðu þangað til komið er að hæsta punkti eyjarinnar. Þar liggur leiðin til hægri (vesturs) niður að þorpinu við suðurenda flugvallarins. Gengið í gegnum þorpið og aftur niður að höfn.

Leið 3 – Suðurhluti Grímseyjar
Vegalengd: Um 6.4 km
Tími: Um það bil 2.5 klst.
Stikur (rauðar og grænar)

Gengið er frá höfninni, upp í þorpið á bak við búðina inn á Vallargötu. Þar er gengið upp til austurs hjá húsinu með mastrið. Þar liggur rauðstikuð leið upp á eyjuna og þar sem rauða leiðin mætir þeirri grænu er gengið til suðurs með bjargbrúninni að austanverðu. Þar eru fuglabjörg sem tilheyra tilteknum jörðum á eyjunni og nýtt eru til eggjatöku. Hægt er að fylgja götum með bjargbrúninni allt til Grenivíkurvita sunnan á eyjunni. Þaðan er haldið þvert yfir eyjuna og að svæði með miklu stuðlabergi og gengið í átt að þorpinu en haldið upp á veg við bæinn Borgir og gengið eftir veginum í áttina að Grímseyjarhöfn. Gengið er framhjá Miðgarðakirkju og kirkjugarðinum sem vert er að skoða. Víða á leiðinni er góð aðstaða til fuglaljósmyndunar við bjargið, en ítrekað er að ferðalangar sýni fyllstu aðgæslu við bjargbrúnina.

Leið 4 - Miðbik Grímseyjar
Vegalengd: Um 4,2 km
Tími: Um það bil 1.5 klst.
Stikur (rauðar og gular)

Gengið er frá höfninni, upp í þorpið á bak við búðina inn á Vallargötu. Þar er gengið upp til austurs hjá húsinu með mastrið. Þar liggur rauðstikuð leið upp á eyjuna, þar sem rauða leiðin mætir þeirri gulu er til suðurs. Leiðin liggur fram hjá Hólatjörn og síðan niður að vesturströndinni niður á aðalveginn á milli kirkjunnar Miðgarða og býlisins Sveinagarða. Þaðan liggur leiðin meðfram veginum í áttina að Grímseyjarhöfn. Gengið er framhjá Miðgarðakirkju og kirkjugarðinum sem vert er að skoða. Víða á leiðinni er góð aðstaða til fuglaljósmyndunar við bjargið, en ítrekað er að ferðalangar sýni fyllstu aðgæslu við bjargbrúnina.