Þjónusta

Verslunin og kaffihúsið Gallerí Sól
Í Sólbergi í „miðbæ“ Grímseyjar beint ofan við höfnina er handverkshús grímseyskra kvenna. Opið á ferjudögum yfir sumartímann; mánudaga, miðvikudaga og föstudaga meðan ferjan bíður. Þar er boðið upp á grímseyskt handverk og handavinnu frá fastalandinu; minjagripi, kort og bækur frá Grímsey. Þar er kaffihús sem býður upp á nýbakaðar vöfflur og fleira. Sími: 467 3190.

Gistiheimilið Gullsól
Lykilgistiheimili í Sólbergi, á efri hæðum Gallerí Sólar – er fallega staðsett við lífæðina, höfnina. Boðið er upp á 8 uppbúin rúm eða svefnpokapláss, sameiginlegt fullbúið eldhús, setustofu og baðherbergi. Opið er allt árið. Sími: 467 3190 Netfang: gullsol@visir.is.

Gistiheimilið Básar
Gistiheimilið er við heimskautsbauginn og við hlið flugstöðvarinnar. Boðið er upp á 8 herbergi, 16 uppábúin rúm eða svefnpokapláss með eða án morgunmats. Hægt er að panta kvöldverð þar sem boðið er upp á sérrétti frá Grímsey. Sameiginleg eldhúsaðstaða, setustofa og þvottaaðstaða er fyrir gesti. Opið er allt árið. Sími: 467 3103. Netfang: basar@gistiheimilidbasar.is, Heimasíða: gistiheimilidbasar.is.

Veitingahúsið Krían
Veitingastaðurinn er rétt við höfnina með fallegt útsýni yfir Grímseyjarsund og er opinn daglega yfir sumartímann og eftir samkomulagi þar fyrir utan. Þar er boðið upp á létta rétti af matseðli en einnig eru í boði sérréttir eins og nýr fiskur, saltfiskur og svartfugl. Upplýsingar og pantanir í síma 467 3112 og 898 2058.

Verslunin Búðin
Matvöruverslun. Opið kl. 10.30-12.00 og kl. 15.00-17.15 alla virka daga og kl. 11.30-12.30 á laugardögum og sunnudögum. Einnig er Búðin opin á meðan ferjan Sæfari bíður í Grímsey á sumrin. Sími: 467 3102.

Pósthús
Póstafgreiðsla er í Búðinni og með sama opnunartíma og hún.

Gönguferðir með leiðsögn
Boðið er upp á 1-2 klst. gönguferð með leiðsögn um eyjuna. Sími: 467 3103. Netfang: basar@gistiheimilidbasar.is.

Bátsferðir
Boðið er upp á 1-2 klst. bátsferðir kringum eyjuna með möguleika á að renna fyrir fisk. Sími: 467 3103. Netfang: basar@gistiheimilidbasar.is.

Kvenfélagið Baugur
Kvenfélagskonur bjóða upp á mat og kaffihlaðborð fyrir hópa í Félagsheimilinu Múla. Þar er einnig hægt að panta svefnpokapláss fyrir hópa. Upplýsingar í síma: 865 5110.

Sundlaug Grímseyjar
Góð innisundlaug og heitur pottur. Opin allt árið, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 20.00-21.30 og laugardaga 14.00-16.00, lokað aðra daga. Sjá einnig auglýsingu í Búðinni eða í síma: 897 3123.

Tjaldstæði
Tjaldstæði er sunnan við félagsheimilið Múla. Þar er salernishús með heitu og köldu vatni. Afgreiðsla og upplýsingar varðandi tjaldsvæðið er í Búðinni.

Hjólreiðar og hjólaleiga
Grímsey hentar vel fyrir fjallahjóla ferðir þar sem landslagið er mjúkt, með blöndu af slóðum, stígum og vegum. Slóðana er að finna á austanverðri eynni, á meðan stígar eru á vesturhlið hennar. malbikaðir vegir í bænum en malarvegir utan hans.

Hægt er að leigja hjól, bæði fyrir börn og fullorðna. Þar sem takmarkaður fjöldi er á hjólum er mælt með því að panta fyrirfram.

Verð á einu hjóli í 3 tíma er 1.000 kr.

Fyrir frekari upplýsingar og bókanir hafið samband við veitingarstaðinn Krían 467 3112 og 898 2058  eða með tölvupósti á gydab@mi.is

Upplýsingamiðstöð fyrir Akureyri, Grímsey og Hrísey er í Menningarhúsinu Hofi
Strandgötu 12, Akureyri,  Sími: 450 1050. Netfang: info@visitakureyri.is. Sjá nánar á visitakureyri.is og grimsey.is

Síðast uppfært 29. júlí 2013