Lestarferð

Mynd: Unnur Birta
Mynd: Unnur Birta

Grímseyjarlestin
Sími: 898 2058
Netfang: svafar77@gmail.com

Engar almenningssamgöngur eru í Grímsey né leigubílar, en hægt er að bóka far um eyjuna með nyrstu og mögulega einu lest Íslands.

Boðið er upp á akstur suður að vitanum og síðan aftur í gegnum þorpið norður að gamla heimskautsbaugs kennileitinu sem er stutt frá flugstöðinni í Grímsey með nokkrum stoppum m.a. við vitann, kennileitið og bakkana/ströndina til fuglaskoðunar.

Lestin rúmar að hámarki 50 manns og tekur ferðin um eina til eina og hálfa klukkustund.

Opnunar tilboð júlí 2022
Fullorðnir ISK 1200
Börn ISK 600
Fyrirvari um breytingar á verði