Viðburðir

Nokkrir árvissir viðburðir eru í eyjunni:

  • Þorrablót í byrjun febrúar.

  • Grímseyjardagarnir eru ýmist í lok maí eða byrjun júní en þá bjóða Grímseyingar veitingar og viðburði að hætti heimamanna. Má þar nefna kríueggjaleit, bátsferð, bjargsig, sjávarréttahlaðborð og egg.
    Sjá dagskrá á viðburðadagatalinu. 
  • Bolludagur (febrúar-mars). Það er hefð meðal barna í Grímsey að safnast saman í skólanum klukkan 4 að morgni mánudags (7 vikum fyrir páska). Þaðan fara þau á milli ólæstra húsa og vekja íbúa með skreyttum bolluvöndum og heimta salgæti eða kökur. Í tilefni dagsins fá börnin frí í skólanum.
  • Sumarsólstöður 21. júní. Lengsta degi ársins er fagnað með því að njóta sólarlagsins og mannlífsins. Boðið er upp á kræsingar auk afþreyingar af ýmsu tagi. Sjá dagskrá á viðburðadagatalinu                      
  • Norðurheimskautsbaugshlaupið í byrjun september. Hlaupið fer fram í Grímsey og verða tvær leiðir í boði. Annars vegar verður hlaupinn einn hringur í kringum Grímsey en hann telur tæpa tólf kílómetra og hins vegar verða hlaupnir tveir hringir í kringum eyna, sem teljast þá rúmlega hálfmaraþon. Árið 2017 féll hlaupið niður en vonir standa til að það verði endurvakið árið 2018.

  • Fiske-hátíðin 11. nóvember. Þjóðhátíðardagur Grímseyinga er haldinn á afmælisdegi velgjörðamannsins Fiske með veglegu kökuhlaðborði.
Síðast uppfært 29. september 2017