Áhugaverðir staðir

Aldamótarsteinar

Aldamótarsteinar

Steinarnir sem sýna staðsetingu baugsins á hverri öld frá því að baugurinn kom fyrst inn á Grímsey árið 1717, 1817 og 1917,
Lesa fréttina Aldamótarsteinar
Miðgarðakirkja

Miðgarðakirkja

Miðgarðar er nyrsti kirkjustaður á Íslandi. Jón biskup Ögmundsson vígði kirkju í eyjunni snemma á elleftu öld. Var hún helguð Ólafi, þjóðardýrlingi Norðmanna.
Lesa fréttina Miðgarðakirkja
Listaverkið Hringur og kúla

Listaverkið Hringur og kúla

Listaverkið Hringur og kúla / Orbis et Globus / Circle and Sphere er nýtt kennileiti fyrir heimsskautsbauginn eftir Kristinn E. Hrafnsson og Studio Granda sem vígt var árið 2017 eða 300 árum frá því að baugurinn kom fyrst inn á eyjuna.
Lesa fréttina Listaverkið Hringur og kúla
Brúin og vegvísirinn

Brúin og vegvísirinn

Gamla heimskautsbaugstáknið sem staðsett er fyrir norðan gistiheimilið Bása, við flugvöllinn er eitt þekktasta kennileiti eyjarinnar. Táknið var sett upp árið 2003. Hugmyndin var að fólk gæti gengið yfir bauginn á einhverskonar brú.
Lesa fréttina Brúin og vegvísirinn
Vitinn

Vitinn

Vitinn í Grímsey var byggður árið 1937. Hann er staðsettur á suðaustur horni eyjarinnar og er á meðal merkustu byggingum hennar. Í upphafi var honum stjórnað með gaslampa sem þurfti að kveikja og slökkva á með handafli.
Lesa fréttina Vitinn
Stuðlaberg

Stuðlaberg

Í Grímsey eru margar fallegar stuðlabergsmyndanir. Þær fegurstu má finna á suðvesturhorni eyjarinnar m.a. Emelíuklappir.
Lesa fréttina Stuðlaberg
Fiske minnismerkið

Fiske minnismerkið

Fyrir ofan höfnina, fyrir framan veitingastaðinn og búðina má sjá minnismerki um Daniel Willard Fiske sem var mikill velgjörðamaður Grímseyinga. Fiske var ríkur amerískur fræðimaður og skákáhugamaður.
Lesa fréttina Fiske minnismerkið
Hólmarnir

Hólmarnir

Við norðurenda tjarnarinnar sem liggur við leiðina frá þorpinu út á flugvöllinn má sjá tvo höfða við ströndina. Þar segir sagan að fyrstu landnemar Grímseyjar séu heygðir, maður að nafni Grímur, sem sigldi ásamt fjölskyldu sinni frá Sognafirðinum í Noregi til Íslands og settist að í Grímsey.
Lesa fréttina Hólmarnir
Heimskautsbaugurinn

Heimskautsbaugurinn

Heimskautsbaugurinn sker þvert í gegnum Grímsey frá vestri til austurs um norðurhluta hennar.
Lesa fréttina Heimskautsbaugurinn
Björgin

Björgin

Á fyrri tímum voru björgin mikilvæg matarbúr og átti hver bær sitt bjargsvæði þar sem tínd voru egg og fuglar veiddir. Kiwanisfélag eyjarinnar hefur séð til þess að björgin séu merkt sínum fornu nöfnum sem oft tengjast nafni bæjarins sem átti viðkomandi bjarghluta.
Lesa fréttina Björgin
Samstarfsverk

Samstarfsverk

Sumarið 2010 hélt listamaðurinn Georg Hollander námskeið með börnum í Grímsey þar sem unnið var með efni úr fjörum eyjarinnar og búin til ýmiskonar listaverk. Sjá má listaverkin víða um eyjuna. Þau voru alls 6 en hafa smátt og smátt týnt tölunni enda flest úr nátttúrulegum efnivið með misgóða endingu.
Lesa fréttina Samstarfsverk