Grímsey

Grímsey er græn, grösug og einstaklega gjöful eyja: Útvörðurinn í norðri með auðug fiskimið og litríkt fuglalíf. Frægust er Grímsey trúlega í hugum ferðamanna fyrir heimskautsbauginn og kemur fólk gjarnan langa leið til þess eins að stíga norður fyrir baug.

Fréttir

Sæfari við höfn í Grímsey í dag. 
Mynd Halla Ingólfsdóttir

Sæfara fagnað

Um hádegið í dag kom ferjan Sæfari til Grímseyjar fullhlaðin varningi og með um 50 farþega. Skipið hefur verið í viðhaldi á Akureyri síðan um miðjan mars og stóð til að það yrði í um 6 til 8 vikur í slipp. Þær áætlanir stóðust ekki og er ferjan nú búin að vera úr áætlun í samtals um 12 vikur.
Lesa fréttina Sæfara fagnað
Mynd: Eyþór Ingi Jónsson

Krían mætt til Grímseyjar

Flestar tegundir farfugla eru komnar til Grímseyjar. Lundinn kom að vanda um miðjan apríl og fyrstu kríurnar sáust í byrjun vikunnar.
Lesa fréttina Krían mætt til Grímseyjar
Olíudreifingarskipið Keilir við höfn í Grímsey 
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

Grímseyingar fengu áfyllingu

Olíubirgðir eyjarinnar voru á þrotum og því kærkomið að fá olíuskipið Keili í heimsókn í gær.
Lesa fréttina Grímseyingar fengu áfyllingu
Mynd: Básavíkin í Grímsey

Grímsey og Hrísey hljóta veglegan styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Á föstudag var tilkynnt að 28 verkefni hljóti styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2023 fyrir alls 550 milljónir. Verkefnið "Hrísey - greið leið um fornar slóðir" hlaut 27 milljónir króna og "Grímsey - bætt upplifun og öryggi" hlaut 6,8 milljónir króna, hvort tveggja eru verkefni sem Akureyrarbær sótti um fyrir hönd eyjanna.
Lesa fréttina Grímsey og Hrísey hljóta veglegan styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
Áætlunarflugi fjölgað um eitt

Áætlunarflugi fjölgað um eitt

Farþegaflutningum verður sinnt með áætlunarflugi og verður flugferðum fjölgað úr þremur í fjórar á viku.
Lesa fréttina Áætlunarflugi fjölgað um eitt

Veðrið í Grímsey

Viðburðir