Talsvert tjón á mannvirkjum
Talsvert tjón hefur orðið í Grímsey í óveðrinu sem nú gengur yfir. Klæðning er fokin af húsi útgerðarinnar að hluta, landgangur á flotbryggju við höfnina er fokinn út í veður og vind, og grindverk og girðingar hafa víða brotnað eða lagst niður í vindinum.
11.12.2019 Almennt