Grímsey

Grímsey er græn, grösug og einstaklega gjöful eyja: Útvörðurinn í norðri með auðug fiskimið og litríkt fuglalíf. Frægust er Grímsey trúlega í hugum ferðamanna fyrir heimskautsbauginn og kemur fólk gjarnan langa leið til þess eins að stíga norður fyrir baug.

Fréttir

Mynd: Magnús Bjarnason

Tvö ný fræðsluskilti í Grímsey

Í vikunni voru sett upp tvö skilti tengd Norðurstrandarleiðinni (e. Arctic Coast Way) sem greina annarsvegar frá eðli heimskautsbauganna og hinsvegar sögu Grímseyjar.
Lesa fréttina Tvö ný fræðsluskilti í Grímsey
Floortje við opnun sýningarinnar.
Mynd: Anne-Lise Stangenes

Eins og sköpulag á eyju (fugl, steinn, manneskja)

Í byrjun sumars vann hollenska listakonan og leiðsögumaðurinn Floortje Zonneveld að sjónrænu listaverki (e. visual art) í Grímsey og setti upp sýningu með afrakstur vinnunnar í lok júní.
Lesa fréttina Eins og sköpulag á eyju (fugl, steinn, manneskja)
Listaverkið Hringur og kúla / ORBIS et GLOBUS

Listaverkið Hringur og kúla / ORBIS et GLOBUS

Í gær var listaverkið ORBIS et GLOBUS sett niður á heimskautsbauginn í Grímsey en hann er sem kunnugt er á stöðugri hreyfingu á milli ára.
Lesa fréttina Listaverkið Hringur og kúla / ORBIS et GLOBUS
Myndir: Anna María Sigvaldadóttir

Góð þátttaka á Sólstöðuhátíð

Sólstöðuhátíðin var haldin í Grímsey um liðna helgi, þrátt fyrir frekar þungbúna spá rættist ágætlega úr veðrinu en miðnætursólin lét samt lítið fyrir sér fara.
Lesa fréttina Góð þátttaka á Sólstöðuhátíð
Mynd: Gyða Henningsdóttir

Sólstöðuhátíð við heimskautsbaug

Í dag hefst sumarsólstöðuhátíðin í Grímsey. Grímseyingar fagna þessum tímamótum árlega og bjóða gestum og gangandi að fagna með sér.
Lesa fréttina Sólstöðuhátíð við heimskautsbaug

Veðrið í Grímsey

Viðburðir