Sumarsólstöður á heimskautsbaugnum

Sumarsólstöður eru 21. júní en þá er lengsti dagur ársins. Í Grímsey er hefð fyrir því að fagna þessum degi með því að njóta sólarlagsins en hvergi er betri staður til að njóta þess ef veður er gott, þar sem heimskautsbaugurinn sker þvert yfir eyjuna. Heimskautsbaugurinn afmarkar það svæði á jörðinni þar sem sólin getur horfið undir sjóndeildarhringinn í heilan sólarhring eða lengur að vetrinum en getur þá jafnframt verið sýnileg heilan sólarhring eða lengur að sumrinu, þannig að sjá megi miðnætursól.

Hægt er að fljúga til Grímseyjar daglega frá Akureyarflugvelli og fara með ferjunni Sæfara þrjá daga vikunnar (mán, mið og fös) frá Dalvík. Í eyjunni eru tvö gistiheimili og tjaldsvæði kaffihús og veitingastaðurinn Kríann sem m.a. býður upp á ýmiskonar fiskrétti og fleiri kræsingar. Sjá nánar á www.grimsey.is

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan