Sól og blíða á Sólstöðuhátíðinni

Sungið og spilað við miðnætursól. 
Mynd: Karen Nótt Halldórsdóttir
Sungið og spilað við miðnætursól.
Mynd: Karen Nótt Halldórsdóttir

Sólstöðuhátíðin í Grímsey var haldin um liðna helgi í sól og blíðu. Allir dagskrárliðir hátíðarinnar heppnuðust vel og nutu gestir og heimamenn sólsetursins á norðurenda eyjunnar. Sólsetrið er einstakt í Grímsey á þessum árstíma og er birtan í bland við fuglalífið aðal aðdráttarafl eyjarinnar ásamt heimskautsbaugnum.

Aðsóknin var góð og var fullbókað í alla gistingu en hún bókast gjarnan upp með löngum fyrirvara og þurfa þeir sem hyggja á þátttöku að ári að huga að því að bóka gistingu fljótlega. Þeir sem ekki fá gistingu á gistiheimilum eyjunnar þurfa þó ekki að örvænta því ljómandi tjaldsvæði er við sundlaugina þar sem finna má snyrtingar, sturtur, grillhús, rafmagnstengingar o.fl.

Ferjan Sæfari siglir 5 daga vikunnar milli Grímseyjar og Dalvíkur, fram og til baka samdægurs sjá nánar á vegagerdin.is, auk þess sem Norlandair flýgur a.m.k. tvisvar sinnum í viku til og frá Akureyri (norlandair.is). Allar nánari upplýsingar má sjá á vef Grímseyjar www.grimsey.is


Einn af dagskráliðum hátíðarinnar var "Bryggjufjör" sem ungir jafnt sem aldnir tóku þátt í.
Mynd: Anna Maria Sigvaldadóttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan