Aftur siglt til Grímseyjar á sunnudaginn

Mynd: María Helena Tryggvadóttir
Mynd: María Helena Tryggvadóttir
Grímseyjarferjan Sæfari siglir að óbreyttu, samkvæmt áætlun, á milli Dalvíkur og Grímseyjar á sunnudag. Skipið bilaði í gær og er nú í slipp á Akureyri.

Vegagerðin áætlar að viðgerðir á skipinu taki tvo daga. Vegagerðin hefur samið við skipið Þorleif EA88 um að sinna fraktflutningum í stað Sæfara næstu daga. 
Einnig hefur verið bætt við flugi á föstudag milli Akureyrar og Grímseyjar. Áætlunarflug er síðan í boði bæði á sunnudag og á þriðjudag, sjá nánar á vef norlandair.is
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan