Sæfari fer í slipp

Mynd: María H. Tryggvadóttir
Mynd: María H. Tryggvadóttir

Grímseyjarferjan Sæfari sem er í áætlunarsiglingum milli Dalvíkur og Grímseyjar fer í slipp 22. til 26. apríl nk. Brottfarir með ferjunni falla því niður á meðan. Fyrsta áætlun eftir slipp verður mánudaginn 29. apríl. Skoðið vef Vegagerðarinnar varðandi áætlun og til að bóka far með ferjunni.

Meðan Sæfari er í slipp mun fiskiskipið Hafborgin sinna afurða- og vöruflutningum til og frá eynni. Áætlunarflug milli Akureyrar og Grímseyjar verður í boði á vegum Norlandair mánudag, þriðjudag, föstudag og sunnudag og verður flugferðum fjölgað ef þörf reynist, sjá nánar norlandair.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan