Nýr bátur í Grímsey

Mynd: Hilmar Páll Jóhannesson
Mynd: Hilmar Páll Jóhannesson

Um helgina bættist við nýr bátur í flota Grímseyjar.

Báturinn Björn EA 220 er gerður út af Heimskautssporti sem er í eigu Höfðabræðra þeirra Sigurðar, Jóhannesar og Hennings Henningssona og fjölskyldna. Báturinn kom í heimahöfn síðdegis í gær, sunnudag.

Báturinn leysir annan eldri bát af hólmi og verður að mestu gerður út á ufsa en einnig þorsk. Sigurður Henningsson segir að einungis sé eftir að klára uppsetningu á netaspili um borð og vonast til þess að hægt verði að hefja veiðar fljótlega.

Að venju sigldu flestir bátar eyjunnar á móti nýja bátnum til að bjóða bát og áhöfn velkomna heim eftir siglinguna að sunnan. Sú hefð hefur verið í hávegum höfð í Grímsey að fagna nýjum bátum með þessum hætti.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan